Feðurnir vissu ekki af ferðinni

Systurnar þrjár og börnin níu.
Systurnar þrjár og börnin níu. Skjáskot af SkyNews

Feður barnanna níu sem talin eru hafa farið með mæðrum sínum til Sýrlands frá Sádí-Arabíu í stað þess að snúa heim til Bretlands fyrir fjórum dögum segjast ekki hafa vitað af breytingunni sem gerð var á ferð hópsins.

Þeir eru miður sín vegna hvarfs kvennanna og barnanna sem hafa ekki látið vita af sér í tæpa viku.

Konurnar þrjár, sem eru systur, fóru ásamt níu börnum sínum í pílagrímsferð til Mekka og ætluðu að koma aftur heim fyrir fjórum dögum. Hópurinn flaug aftur á móti til Istanbúl í Tyrklandi þann 9. júní síðastliðinn.  

Syst­urn­ar þrjár, Khadija, Sugra og Zohra Dawood eru á aldr­in­um 30 til 34 ára. Börn­in eru á aldr­in­um þriggja til fimmtán ára. Hvorki syst­urn­ar né börn­in hafa haft sam­band í tæpa viku og ekk­ert þeirra virðist hafa hreyft við Face­book-aðgöng­um sín­um.

Systur með níu börn til Sýrlands 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert