Segja dönsku stjórnina fallna

Lars Løkke Rasmussen verður að öllum líkindum forsætisráðherra á ný.
Lars Løkke Rasmussen verður að öllum líkindum forsætisráðherra á ný. AFP

Danskir fjölmiðlar fullyrða að Lars Løkke Rasmussen sé nýr forsætisráðherra Danmerkur, en 96% atkvæða hafa nú verið talin. Blá samkunda hægrimanna mælist með 52% atkvæða og 90 þingmenn, en rautt samstarf jafnaðarmanna með 48% og 85 menn. Þingmeirihluti jafnaðarmanna undir forystu forsætisráðherrans Helle Thorning-Schmidt er því fallinn og allar líkur á að Lars Løkke taki við. Hann gegndi stöðunni einnig fyrir síðustu þingkosningar þar sem fylking Thorning-Schmidt fór með sigur af hólmi.

Frétt Jyllands-Posten

Sósíaldemókratar, flokkur Thorning-Schmidt, eru enn stærsti flokkurinn á þingi með 26,3% atkvæða og 47 menn kjörna. Næstur er Danski þjóðarflokkurinn, sem sækir gríðarlega í sig veðrið frá síðustu kosningum. Þannig er hann nú með um 21% atkvæða og 37 menn, fimmtán mönnum og tæpum níu prósentustigum meira en síðast. Venstre, flokkur Rasmussens, tapar hins vegar talsverðu fylgi frá síðustu kosningum og fær 19,5% atkvæða og 34 menn kjörna. Það er þrettán mönnum og ríflega sjö prósentustigum minna en áður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka