Weidmann: Evran mun ekki falla

Jens Weidmann, aðalbankastjóri Bundesbank.
Jens Weidmann, aðalbankastjóri Bundesbank. AFP

Evr­an mun ekki falla ef Grikk­ir ákveða að yf­ir­gefa evru­svæðið. Þetta seg­ir Jens Weidmann, aðal­banka­stjóri Bundesbank, þýska seðlabank­ans.

Í sam­tali við franska blaðið Les Echos í dag sagði Weidmann að áfram­hald­andi til­vist evr­unn­ar væri ekki háð því hver þró­un­in yrði í Grikklandi. Hann viður­kenndi þó að það gæti haft ýmis smitáhrif í för með sér ef Grikk­ir gæfu evr­una upp á bát­inn.

Weidmann nefndi einnig að myntsam­starfið gæti, og myndi, taka breyt­ing­um ef ein­stök ríki risu ekki und­ir ábyrgð sinni.

Seðlabanki Grikk­lands varaði í gær því að ríkið gæti verið á „sárs­auka­fullri leið“ til greiðslu­falls. Í kjöl­farið gæti ríkið sagt skilið við evr­una og jafn­vel Evr­ópu­sam­bandið.

Stjórn­völd í Grikklandi hafa ekki enn náð sam­komu­lagi við lán­ar­drottna sína, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, Evr­ópska seðlabank­ann og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Viðræðurn­ar eru komn­ar í hnút.

Michel Sap­in, fjár­málaráðherra Frakk­lands, sagði í gær að ef Grikk­ir færu úr Evr­ópu­sam­band­inu við nú­ver­andi aðstæður, eins og Seðlabanki Grikk­lands hafði gefið í skyn að gæti gerst, þá yrðu af­leiðing­arn­ar skelfi­leg­ar, ekki ein­ung­is fyr­ir þá held­ur alla Evr­ópu.

Hann sagði að nú væri það komið und­ir grísk­um stjórn­völd­um að leggja fram raun­hæft til­boð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert