Gengur á fund drottningar

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, geng­ur á fund Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar í morg­un og mun biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt.

Lars Løkke Rasmus­sen, formaður Ven­stre, mun í kjöl­farið ganga á fund drottn­ing­ar og fá umboð henn­ar til að mynda rík­is­stjórn. Hann er for­sæt­is­ráðherra­efni bláu blokk­ar­inn­ar svo­nefndu sem fór með stór­sig­ur í dönsku þing­kosn­ing­un­um í gær.

Thorn­ing-Schmidt lýsti því yfir í gær­kvöldi að hún muni láta af embætti for­manns Jafnaðarmanna­flokks­ins í Dan­mörku. Gert er ráð fyr­ir því að Mette Fredrik­sen, vara­formaður flokks­ins, taki nú við for­mann­sembætt­inu.

Rík­is­stjórn Thorn­ing-Schmidt féll í kosn­ing­un­um í gær og mun Rasmus­sen nú freista þess að mynda nýja rík­is­stjórn mið- og hægri­flokka.

Bláa blokk­in fékk níu­tíu þing­menn kjörna gegn 85 þing­mönn­um rauðu blokk­ar­inn­ar.

Flest­um að óvör­um er Danski þjóðarflokk­ur­inn orðinn ann­ar stærsti flokk­ur Dan­merk­ur með 37 þing­menn. Ven­stre missti á sama tíma fylgi og þing­mönn­um hans fækkaði um 13 niður í 34.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka