Grikkir fá gálgafrest

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, ræðir við Mario Draghi, bankastjóra …
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, ræðir við Mario Draghi, bankastjóra Seðlabanka Evrópu. AFP

Stjórn Seðlabanka Evrópu hefur samþykkt að veita auknu fjármagni til grískra banka til að koma í veg fyrir, eða fresta, mögulega yfirvofandi bankahruni í landinu. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi í kjölfar þess að upp úr slitnaði í viðræðum fjármálaráðherra evruríkjanna í Lúxemborg í gærkvöldi, en óttast var að það yrði banabiti gríska fjármálakerfisins.

Neyðarfundur hefur verið boðaður meðal leiðtoga ESB-ríkjanna á mánudaginn, þar sem þess verður freistað að forða Grikkjum frá gjaldþroti. Ekki er ljóst hvort innspýtingin frá bankanum í dag á að endast í tiltekinn tíma eða hvort markmiðið sé aðeins að grískir bankar geti haldist opnir meðan neyðarfundurinn fer fram á mánudaginn. Grunur leikur þó á að um hið síðarnefnda sé að ræða, sérstaklega í ljósi þess að seðlabankinn hefur boðað til annars fundar á mánudaginn.

Innistæður upp á meira en þrjá milljarða evra hafa verið tekn­ar út úr grísk­um bönk­um síðastliðna viku, þar af millj­arður í fyrradag.

Grikk­ir hafa tæp­lega tvær vik­ur til að kom­ast að sam­komu­lagi við lán­ar­drottna sína, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, Evr­ópska seðlabank­ann og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Að öðrum kosti munu þeir ekki geta staðið skil á 1,6 millj­arða evra af­borg­un af láni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem er á gjald­daga 30. júní næst­kom­andi.

Frétt The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka