Lögregluyfirvöld á Englandi í samstarfi við dýraverndarsamtök stóðu fyrir athyglisverðri uppákomu á Times Square í gær þegar meira en heilt tonn af fílabeini var malað mélinu smærra. Fílabeinin voru mörg útskorin og var lagt hald á þau árið 2014 hjá forngripasala.
Beinin voru möluð með stórri vél og er uppákoman til þess að minna á að fílabein eru ólögleg vara og margir fílar eru drepnir á hverjum degi einungis vegna beinanna. Leikkonan Kristin Davis var viðstödd í gær og ræddi við BBC. „Það er einu dýri slátrað á korters fresti á hrottalegan hátt. Við munum útrýma fílum endanlega ef við aðhöfumst ekkert,“ sagði Davis. Samkvæmt tölum frá Wildlife Conservation Society eru 35 þúsund fílar drepnir á hverju ári einungis vegna beinanna. Mikill markaður er fyrir beinin, bæði útskorin auk þess sem margir mala beinin og nota í ýmiss konar lyf sem þeir reyna að telja fólki trú um að hafi lækningamátt.
Forngripasalinn sem átti beinin sem voru möluð í gær var árið 2014 dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.