Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa náð því sem fremstu vísindamenn heims hafa enn ekki náð. Í tilkynningu í gær kom fram að þau væru búin að þróa lyf sem gæti komið í veg fyrir og læknað fólk af meðal annars MERS-veirunni, ebólu og alnæmi.
Engar sannanir voru lagðar fram fyrir fullyrðingunni og líklegt þykir að hún muni mæta efasemdum flestra vísindamanna á þessu sviði.