Baðst afsökunar á brandara um Obama

Judy Shalom Nir-Mozes er með eigin útvarpsþátt í heimalandinu.
Judy Shalom Nir-Mozes er með eigin útvarpsþátt í heimalandinu. Mynd/Wikipedia

Judy Shalom Nir-Mozes, eig­in­kona Silv­an Shalom inn­an­rík­is­ráðherra Ísra­el þurfti að biðjast af­sök­un­ar op­in­ber­lega í dag eft­ir mis­heppnaðan brand­ara um Barack Obama Banda­ríkja­for­seta.

Á Twitter-síðu sinni skrifaði hún: „Vitið þið hvað Obama-kaffi er? Svart og veikt (e. weak).

Hún er með 74 þúsund fylgj­end­ur á Twitter og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Seinna sama dag baðst hún af­sök­un­ar. „Ég vil af­saka brand­ar­ann, þetta var heimsku­leg­ur brand­ari sem ég heyrði ein­hvers staðar.“ Síðan bætti hún við: „For­seti, ég átti ekki að skrifa þenn­an brand­ara, hann var afar óviðeig­andi. Ég kann vel við alla, sama hvaða kynþætti þeir eru af.“

Shalom Nir-Mozes er fræg í heima­land­inu. Hún er af hinni ríku Mozes-ætt sem á meðal ann­ars stærsta dag­blað lands­ins. Hún er með eig­in viku­leg­an út­varpsþátt og er tíður gest­ur í sjón­varpsþátt­um í land­inu. Á Twitter er hún afar virk og hik­ar ekki við að gagn­rýna vinstri­menn í land­inu. 

Hún hef­ur áður hlotið mikla gagn­rýni og þurfti hún til að mynda að segja af sér sem full­trúi Ísra­els í stjórn barna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna. Ástæðan var að hún hafði birt um­mæli á Twitter og Face­book þar sem hún sagði palestínsk börn vera alin upp við hat­ur á Ísra­el og að það sé í erfðaefni krakk­anna að hata ísra­elsku þjóðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert