Bankarnir eru akkilesarhæll Grikkja

AFP

Þar til í þess­ari viku heyrðust mikl­ar og há­vær­ar áhyggjuradd­ir um hvort grísk­um stjórn­völd­um tæk­ist að standa skil á 1,6 millj­arða evra af­borg­un af láni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem er á gjald­daga 30. júní næst­kom­andi, eft­ir níu daga.

Það eru vita­skuld enn mikl­ar áhyggj­ur uppi um mögu­legt greiðslu­fall gríska rík­is­ins í lok mánaðar­ins, en það má kannski segja að þær áhyggj­ur hafi fallið í skugg­ann af frek­ari - og mögu­lega al­var­legri - stórtíðind­um í þess­ari viku: hratt versn­andi stöðu grískra banka.

Áhyggju­full­ir inn­stæðueig­end­ur héldu áfram að taka pen­ing­ana sína út úr grísk­um bönk­um í vik­unni. Áhlaupið var mikið, svo mikið að hag­fræðing­ar vöruðu við því að með sama áfram­haldi stefndu bank­arn­ir hratt fram af bjarg­brún­inni. Á fundi fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna í Lúx­em­borg á fimmtu­dag­inn velti Benoit Cou­ré, sem sit­ur í banka­stjórn Evr­ópska seðlabank­ans, því al­var­lega fyr­ir sér, og viðraði þar áhyggj­ur sín­ar, hvort grísk­ir bank­ar gætu yfir höfuð haldið starf­semi sinni gang­andi nú á mánu­dag­inn.

Tryggt Grikkj­um líflínu

Evr­ópski seðlabank­inn hef­ur hjálpað grísk­um bönk­um á und­an­förn­um mánuðum með því að veita þeim mik­il­væg neyðarlán. Þannig hef­ur hann í raun tryggt þeim ákveðna líflínu.

En ef fjár­hags­staða gríska rík­is­ins held­ur áfram að versna gæti farið svo að regl­ur Evr­ópska seðlabank­ans komi í veg fyr­ir að bank­inn geti veitt grísku bönk­un­um frek­ari aðstoð. Það gæti jafn­vel gerst mjög bráðlega. Og á meðan aukast lík­urn­ar á því að Grikk­ir yf­ir­gefi evru­svæðið.

„Örlög grísku bank­anna velta á þró­un­inni í grísk­um stjórn­mál­um, sem mun bæði hafa áhrif á eig­in­fjár­stöðu þeirra sem og lausa­fjár­stöðuna,“ seg­ir Jon­as Flori­ani, grein­andi hjá KBW Res­arch, í sam­tali við Fin­ancial Times.

Grein­end­ur segja að grísk­ir bank­ar séu ber­skjaldaðir á þrem­ur sviðum.

Hætta á lausa­fjárskorti

Í fyrsta lagi hafa sér­fræðing­ar áhyggj­ur af lausa­fjárskorti bank­anna. Með öðrum orðum telja þeir að mögu­leik­ar bank­anna til að breðast við skamm­tíma­út­flæði fari þverr­andi. Eins og kunn­ugt er hafa al­menn­ir borg­ar­ar, fjár­fest­ar og fjöl­mörg fyr­ir­tæki tekið út gríðarleg­ar fjár­hæðir úr bönk­un­um á und­an­förn­um vik­um.

Inn­lend­ar inn­stæður bank­anna hafa nú þegar dreg­ist sam­an um meira en fimmt­ung frá því í lok nóv­em­ber­mánaðar á sein­asta ári og námu þær aðeins um 140 millj­örðum evra í apríl, sam­kvæmt ný­leg­um töl­um frá gríska seðlabank­an­um. Grein­end­ur segja að staðan hafi versnað til muna síðan þá, á sein­ustu sex vik­um.

Sein­asta fimmtu­dag tóku inn­stæðueig­end­ur út einn millj­arð evra úr bönk­un­um og sam­tals um fimm millj­arða evra í vik­unni, sam­kvæmt heim­ild­um FT.

Af­leiðing­arn­ar hafa verið þær að grísk­ir lán­veit­end­ur reiða sig nú í æ meira mæli á stuðning Evr­ópska seðlabank­ans og þá sér­stak­lega neyðarsjóð hans, ELA, sem þeir hafa nýtt sér óspart á umliðnum miss­er­um.

Eiga mikið af grísk­um rík­is­skulda­bréf­um

Þar til um miðjan maí­mánuð höfðu fjór­ir stærstu bank­arn­ir í Grikklandi - Nati­onal Bank of Greece, Alpha, Pira­eus og Eurobank - tekið yfir 110 millj­arða evra að láni, þar af um 75 millj­arða evra í gegn­um ELA, sam­kvæmt grein­ingu KBW Rese­arch.

Evr­ópski seðlabank­inn hækkaði á miðviku­dag­inn heim­ild­ir grískra banka til að fá lán í gegn­um ELA úr 83 millj­örðum evra í 84,1 millj­arða og samþykkti hóf­sama hækk­un því til viðbót­ar á föstu­dag­inn - þó ekki eins mikla hækk­un og grísk stjórn­völd höfðu óskað eft­ir.

Til þess að fá neyðarfjármögn­un frá Evr­ópska seðlabank­an­um þurfa bank­ar að vera fær­ir um að greiða skuld­ir sín­ar að fullu og einnig þurfa þeir að hafa til taks eign­ir af góðum gæðum sem þeir geta lagt fram sem veð.

Grein­end­ur telja að grísk­ir lán­veit­end­ur eigi nógu góðar eign­ir í söfn­um sín­um, en þeir hafa hins veg­ar meiri áhyggj­ur af greiðslu­hæfi bank­anna til lengri tíma litið.

Það hef­ur að ein­hverju leyti að gera með fjár­magns­stöðu grísku bank­anna. Fjór­ir stærstu bank­ar lands­ins eru tald­ir vera vel fjár­magnaðir - að minnsta kosti ef marka má árs­reikn­inga þeirra - en vax­andi efa­semd­ir eru uppi um gæði eign­anna. Hafa sum­ir fjár­mála­sér­fræðing­ar meðal ann­ars bent á að greiðslu­fall gríska rík­is­ins, sem og aðrir al­var­leg­ir at­b­urðir, gæti stórskaðað eigna­safn bank­anna.

Helsti veik­leik­inn er sá að bank­arn­ir eiga fjöld­ann all­an af grísk­um rík­is­skulda­bréf­um. Fjór­ir stærstu bank­arn­ir eiga slík bréf að virði næst­um því fimmtán millj­arða evra. Ef Grikkj­um tekst ekki að standa skil af af­borg­un­inni til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir lok mánaðar­ins, þá munu þessi bréf hríðfalla í verði. Það er nokkuð óum­deilt.

Sam­drátt­ur í efna­hags­líf­inu

Í þriðja lagi hafa grísk­ir bank­ar ekki farið var­hluta af versn­andi stöðu gríska hag­kerf­is­ins. Efna­hags­bat­inn í land­inu var nokk­ur á sein­asta ári - þó afar brot­hætt­ur - en lands­fram­leiðsla Grikk­lands dróst hins veg­ar sam­an á fyrsta fjórðungi árs­ins. Ástandið er frek­ar svart í efna­hags­líf­inu og halda fyr­ir­tæki enn að sér hönd­um þegar kem­ur að fjár­fest­ing­um og mannaráðning­um. Á sama tíma hef­ur van­skila­lán­um bank­anna fjölgað veru­lega.

Greiðslu­fall gríska rík­is­ins myndi aðeins gera vonda stöðu enn verri. Grísk­ir bank­ar, sem eru eins og áður sagði enn veik­b­urða og brot­hætt­ir, mega eng­an veg­inn við frek­ari búsifj­um.

Marga­rita Streltses, grein­andi hjá sviss­neska bank­an­um UBS, seg­ir að þessi lang­vinna óvissa sem er til staðar vegna deilna grískra stjórn­valda við lán­ar­drottna sína, sem og slæm fjár­hags­staða bank­anna, muni setja auk­inn þrýst­ing á hag­kerfið. Það muni að lok­um leiða til enn frek­ari vand­ræða fyr­ir grísku bank­ana.

Gætu farið kýp­versku leiðina

Ef Evr­ópski seðlabank­inn kemst að þeirri niður­stöðu að grísku bank­arn­ir, sem hafa notið stuðnings hans, séu ekki gjald­fær­ir, þá mun hann hætta að veita þeim neyðarlán í gegn­um ELA. Grein­end­ur telja að ef sú staða kem­ur upp hafi grísk stjórn­völd eng­an ann­an kost í stöðunni en að setja á víðtæk gjald­eyr­is­höft.

Í kjöl­farið gætu Grikk­ir þurft að velja á milli tveggja leiða. Þeir gætu ann­ars veg­ar farið kýp­versku leiðina. Snemma árs 2013 voru ströng gjald­eyr­is­höft sett á í Kýp­ur og inn­stæðueig­end­ur sem áttu meira en 100 þúsund evr­ur á banka­reikn­ing­um „látn­ir blæða“ ef svo má að orði kom­ast. Þeir töpuðu gríðarleg­um fjár­mun­um, eða um 40 til 50% af inn­stæðum sín­um.

Hins veg­ar gætu Grikk­ir gripið til þess ráðs að kasta evr­unni og byrjað þess í stað að prenta sinn eig­in gjald­miðil. Það gæti virkað til skamms tíma litið en hag­fræðing­ar eru ekki sann­færðir um að það sé lík­legt til ár­ang­urs þegar litið er til lengri tíma. Trú­verðug­leiki grískra stjórn­valda yrði eng­inn.

Höfuðstöðvar gríska seðlabankans í miðborg Aþenu.
Höfuðstöðvar gríska seðlabank­ans í miðborg Aþenu. AFP
AFP
AFP
Grikkir halda áfram að taka peninga sína út úr grískum …
Grikk­ir halda áfram að taka pen­inga sína út úr grísk­um bönk­um. AFP
AFP
Yanis Varoufakis, hinn skrautlegi fjármálaráðherra Grikklands.
Yan­is Varoufa­k­is, hinn skraut­legi fjár­málaráðherra Grikk­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert