Vilja ríkissjóð fyrir evruríkin

Jean-Claude Juncker, forseti framkvædastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvædastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evru­rík­in þurfa að fram­selja meira vald til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar með talið til sér­staks rík­is­sjóðs fyr­ir evru­rík­in sem sett­ur verði á lagg­irn­ar á næstu tíu árum. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu um áfram­hald­andi samrunaþróun á evru­svæðinu sem birt var í dag.

„Ekki er nóg að stýra öðru stærsta hag­kerfi heims­ins með sam­vinnu á grund­velli sam­eig­in­legra reglna,“ seg­ir í skýrsl­unni sem sam­in var af for­ystu­mönn­um fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, ráðherr­aráðs sam­bands­ins, fjár­málaráðherra evru­svæðis­ins, Evr­ópuþings­ins og Evr­ópska seðlabank­ans. Aðal­höf­und­ur skýrsl­unn­ar er Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þar seg­ir enn­frem­ur sam­kvæmt frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að hverfa þurfi frá nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi þar sem stefnu­mótn­andi ákv­arðanir séu tekn­ar af rík­is­stjórn­um ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess í stað þurfi rík­in að fram­selja meira full­veldi til sam­eig­in­legra stofn­ana sam­bands­ins. Þær stofn­an­ir séu í flest­um til­fell­um þegar fyr­ir hendi.

„Þetta þýddi í fram­kvæmd að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu í aukn­um mæli að samþykkja sam­eig­in­leg­ar ákv­arðana­tök­ur varðandi rík­is­fjár­mál þeirra og efna­hags­stefn­ur,“ seg­ir í skýrsl­unni sem ber heitið „Complet­ing Europe's Economic and Mo­net­ary Uni­on“ sem þýða mætti sem „Efna­hags- og mynt­banda­lag Evr­ópu­sam­bands­ins klárað“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka