Senda þungavopn til Evrópu

Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandarísk stjórnvöld hyggjast ferja þungavopn, þar á meðal skriðdreka og brynvarða bíla, til nokkurra Evrópuríkja.

Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að vopnin yrðu flutt til Búlgaríu, Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands og Rómaníu.

Mörg ríki í Evrópu, sérstaklega austarlega í álfunni, eru hrædd um stöðu sína eftir ágang Rússlands í Úkraínu.

Atlantshafsbandalagið hefur jafnframt heitið því að auka varnir sínar í Austur-Evrópu.

Er talið að þetta verði í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins sem Bandaríkin ferja slík vopn til ríkjanna. Mörg þeirra voru, sem kunnugt er, undir áhrifum Sovétríkjanna á meðan kalda stríðinu stóð.

Rússnesk stjórnvöld hafa fordæmt áformin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Carter sagði í heimsókn sinni til Tallins, höfuðborg Eistlands, að næg þungavopn fyrir 150 hermenn yrðu geymd í Eystrasaltsríkjunum og í öðrum ríkjum yrði það öllu meira, eða nóg fyrir um 150 hermenn. Stór hluti af vopunum væri nú þegar í Evrópu.

Hann bætti við að vopnin yrðu á hreyfingu, ef svo má segja, færð á milli staða. Markmiðið væri að þjálfa hersveitirnar betur og gera þær hreyfanlegri. „Þau verða ekki kyrrstæð.“

Talið er að um 250 skriðdrekar verði fluttir til álfunnar.

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, sagði í gær að til stæði að auka mjög við mannafla viðbragðssveita banda­lags­ins. Verður fjöldi her­manna rúm­lega tvöfaldaður, en sveit­irn­ar eru sérþjálfaðar til þess að bregðast skjótt við átök­um hvar sem er í heim­in­um og er miðað við að þær séu reiðubún­ar til aðgerða með tveggja til fimm daga fyr­ir­vara.

Ákveðið var árið 2014 að setja þess­ar sveit­ir á fót en helsta ástæða þess er hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu. Þúsund­ir her­manna frá aðild­ar­ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins skipa viðbragðssveit­ina sem höfuðstöðvar hef­ur í Póllandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert