Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja refsiaðgerðir sínar gagnvart Vesturlöndum um eitt ár. Þetta er haft eftir Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í rússneskjum fjölmiðlum í dag.
Rússar gripu upphaflega til aðgerðanna til að bregðast við efnahagsþvingunum Vesturlandanna gegn Rússlandi.
Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í fyrradag að framlengja efnahagsþvinganir sínar gegn Rússum um sex mánuði. Markmiðið með aðgerðunum er að ná fram friði í Úkraínu, en rússnesk stjórnvöld eru sökuð um að hfaa sent herafla inn í landið.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur lagt áherslu á að mikilvægt sé að Rússland mæti afleiðingum aðgerða sinna.