Rússar framlengja refsiaðgerðir

Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands. EPA

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja refsiaðgerðir sínar gagnvart Vesturlöndum um eitt ár. Þetta er haft eftir Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í rússneskjum fjölmiðlum í dag.

Rússar gripu upphaflega til aðgerðanna til að bregðast við efnahagsþvingunum Vesturlandanna gegn Rússlandi.

Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í fyrradag að framlengja efnahagsþvinganir sínar gegn Rússum um sex mánuði. Markmiðið með aðgerðunum er að ná fram friði í Úkraínu, en rússnesk stjórnvöld eru sökuð um að hfaa sent herafla inn í landið.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur lagt áherslu á að mikilvægt sé að Rússland mæti  afleiðingum aðgerða sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert