Greip fram í fyrir Obama

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þurfti að þagga niður í manni sem greip í sífellu fram í fyrir honum á fundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi.

Obama var að ræða um málefni hinsegin fólks þegar maðurinn hóf upp raust sína. Obama minnti hann á að hann væri staddur í húsi forsetans.

Maðurinn lét sér hins vegar ekki segjast og hélt áfram að grípa fram í. Forsetanum var augljóslega lítið skemmt og bað hann að lokum öryggisverði um að fjarlægja manninn. Hann ætti að skammast sín.

Í kjölfarið sagði Bandaríkjaforseti að alla jafna væri honum sama þegar menn gripu fram í fyrir honum, en ekki þegar hann væri að halda ræðu í Hvíta húsinu.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert