Tóku niður suðurríkjafánann

AFP

Tekin var ákvörðun í gær um að fjarlægja orrustufána Suðurríkjasambandsins af fánastöng fyrir utan þinghús Alabama-ríkis í Bandaríkjunum vegna deilna um fánann í kjölfar fjöldamorðanna í Emanuel-kirkjunni í Charleston í Suður-Karólínu í síðustu viku.

Tveir starfsmenn þinghússins sáust fjarlægja fánann í gær en honum hefur verið flaggað við hlið minnisvarða um bandaríska borgarastríðið í höfuðborginni Montgomery. Haft er eftir Robert Bentley, ríkisstjóra Alabama, að ákvörðunin um að taka fánann niður hafi að hluta til verið vegna atburðanna í Suður-Karólínu. Stjórnvöld í ríkinu hefðu um nóg annað að hugsa svo ekki færu hliðstæðar deilur í gang í Alabama um fánann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert