Tsipras boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, sagðist í sjón­varps­ávarpi til grísku þjóðar­inn­ar í kvöld ætla að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um niður­stöðu viðræðna grískra stjórn­valda við alþjóðlegu lán­ar­drottna sína um skulda­vanda lands­ins. Fer þjóðar­at­kvæðagreiðslan fram sunnu­dag­inn 5. júlí.

Tsipras sagði að þannig fengi gríska þjóðin að ákveða hvort hún vildi samþykkja kröf­ur lán­ar­drottn­ana. 

Hann til­kynnti um áformin eft­ir neyðar­fund grísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í kvöld.

Hann nefndi í ávarp­inu að til­lög­ur lán­ar­drottn­anna brytu í bága við evr­ópsk­ar regl­ur og grund­vall­ar­rétt til vinnu, jafn­rétt­is og virðing­ar. Til­lög­urn­ar sýndu fram á að til­gang­ur­inn hefði ekki verið að ná sam­komu­lagi sem all­ir högnuðust á, held­ur að niður­lægja heila hjóð.

Grikk­ir mættu ekki við meiri niður­skurði, eins og lán­ar­drottn­arn­ir vildu.

Lán­ar­drottn­arn­ir hafa boðist til að veita Grikkj­um frek­ari neyðarlán gegn því að grísk stjórn­völd komi á ýms­um um­bót­um í land­inu, svo sem niður­skurðaraðgerðum og breyt­ing­um á virðis­auka­skatt­s­kerf­inu og eft­ir­launa­aldri.

Viðræður Grikkja við full­trúa lán­ar­drottn­ana halda áfram á morg­un, laug­ar­dag, en von­ast er til að sam­komu­lag ná­ist um helg­ina.

Tsipras sakaði fyrr í dag lán­ar­drottn­ana, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, Evr­ópska seðlabank­ann og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, um kúg­un­ar­til­b­urði gagn­vart Grikkj­um.

„Þau grunn­gildi sem eru viðhöfð í Evr­ópu byggj­ast ekki á kúg­un­um og afar­kost­um. Á um­brota­tím­um sem þess­um hef­ur eng­inn rétt á því að stefna þess­um gild­um í hættu,“ sagði hann við fjöl­miðla í dag.

Grikk­ir þurfa að standa skil á 1,5 millj­arða evra af­borg­un af láni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins 30. júní næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert