Merkel „heldur á lyklinum“

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands. AFP

Yan­is Varoufa­k­is, fjár­málaráðherra Grikk­lands, seg­ir að Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari „haldi á lykl­in­um“ að því að leysa skulda­vanda Grikk­lands.

„Leiðtog­ar Evr­ópu verða að grípa til aðgerða. Og hún, sem full­trúi mik­il­væg­ustu þjóðar­inn­ar, held­ur á lykl­in­um. Ég vona að hún noti hann,“ sagði fjár­málaráðherr­ann í sam­tali við þýska dag­blaðið Bild í dag.

Hann sagði jafn­framt að grísk stjórn­völd væru til­bú­in til að hlusta á ný til­boð frá alþjóðlegu lán­ar­drottn­um sín­um, áður en þjóðar­at­kvæðagreiðsla um nú­ver­andi aðhaldstil­lög­ur, sem lán­ar­drottn­arn­ir setja sem skil­yrði fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­um, fer fram.

Hann sagði að grísk stjórn­völd hefðu ákveðið að boða til at­kvæðagreiðslunn­ar þar sem þau gátu ekki sætt sig við þá skil­mála sem lán­ar­drottn­arn­ir settu þeim. „Við gát­um ekki samþykkt til­boðið, en við gát­um samt ekki bara hafnað því, í ljósi þess hversu mik­il­vægt málið er fyr­ir framtíð Grikk­lands,“ sagði hann.

„Þannig að við ákváðum að leita til borg­ar­anna, út­skýra nei­kvæða af­stöðu okk­ar til til­boðsins, en leyfa þeim að ráða.“

Hann bætti við að ef lán­ar­drottn­arn­ir - Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópski seðlabank­inn - legðu fram til­boð sem væri „mun betra“ en fyrri til­boð, þá myndu grísk stjórn­völd breyta af­stöðu sinni og hvetja þjóðina til þess að samþykkja það.

Gríska þingið samþykkti seint í gær­kvöldi að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðhaldstil­lög­ur lán­ar­drottn­anna. Fer at­kvæðagreiðslan fram næsta sunnu­dag, 5. júlí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert