Taki með sér nógu mikið reiðufé

Langar biðraðir tóku að myndast við gríska hraðbanka í gær.
Langar biðraðir tóku að myndast við gríska hraðbanka í gær. AFP

Þýska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur mælt með því að Þjóðverj­ar sem hyggi á ferðalög til Grikk­lands taki með sér nógu mikið reiðufé til lands­ins. Lang­ar biðraðir hafa verið við gríska hraðbanka um helg­ina.

Hafa óþreyju­full­ir Grikk­ir beðið í von um að ná út eins mikl­um pen­ing­um og hægt er áður en hraðbank­arn­ir tæm­ast. Grísk­ir inn­stæðueig­end­ur hafa tekið út tugi millj­arða evra úr bönk­um lands­ins á und­an­förn­um mánuðum.

Óvíst er hvort bank­ar lands­ins verða opn­ir á morg­un, mánu­dag. Er jafn­framt ótt­ast að sett verði á gjald­eyr­is­höft í land­inu, sem þýðir að ákveðið há­mark verður sett á þær upp­hæðir sem hægt er að taka út úr bönk­um lands­ins.

Grikk­land er vin­sæll áfangastaður á meðal þýskra ferðamanna. Í til­kynn­ingu frá þýska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu voru ferðamenn í Grikklandi hvatt­ir til að fylgj­ast afar vel með stöðu mála þar í landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert