„Fáni ISIS“ auglýsti kynlífsleikföng

Þátttakendur í gleðigöngunni í London um helgina. Ekki skal rugla …
Þátttakendur í gleðigöngunni í London um helgina. Ekki skal rugla þeim saman við liðsmenn Ríkis íslams. AFP

Banda­rísku frétta­stöðinni CNN varð held­ur bet­ur á í mess­unni þegar stöðin greindi frá því að svart­ur og hvít­ur fáni ís­lömsku hryðju­verka­sam­tak­anna Ríki íslams hefði sést á meðal lit­skrúðugra fána í gleðigöngu í Lund­ún­um um liðna helgi. Í ljós kom að fán­inn átti meira skylt við gervilimi en lim­lest­ing­ar. Frétt­in hef­ur verið dreg­in til baka, að því er seg­ir á vef Guar­di­an.

Í henni var rætt við frétta­mann­inn Lucy Pawle sem sagðist hafa tekið eft­ir fán­an­um í gleðigöng­unni sl. laug­ar­dag. Pawle tók ljós­mynd­ir og sagði að fáni ISIS hefði ekki átt að fara fram hjá nein­um í göng­unni og í raun furðaði hún sig á því að eng­inn ann­ar hefði veitt fán­an­um eft­ir­tekt. Hún sagðist enn­frem­ur hafa séð svart­klædd­an veifa fán­um.

Pawle tók hins veg­ar fram að í raun væri þarna um að ræða vonda eft­ir­mynd af fána hryðju­verka­sam­tak­anna. Þetta hafi hins veg­ar verið aug­ljós til­vís­un í ISIS. 

„Ef grannt er skoðað, þá er þetta [letrið] ekki ar­ab­ískt. Í raun þá lít­ur þetta út fyr­ir að vera bull, en hann er mjög auðkenn­endi - fáni ISIS,“ sagði Pawle í sam­tali við fréttaþul CNN

„Svo virðist að ég hafi verið eina mann­eskja sem hafi veitt þessu eft­ir­tekt, og eng­inn virðist hafa gert nokkr­ar at­huga­semd­ir eða bent á þetta. Ég fór þegar í stað til skipu­leggj­enda göng­unn­ar sem sagðist ekki hafa neina vitn­eskju um málið.“ sagði Pawle enn­frem­ur.

Þá sagðist hún hafa rætt við lög­reglu­menn á svæðinu, sem könnuðust held­ur ekki við neitt. 

Fram kem­ur í frétt Guar­di­an, að áhorf­end­ur CNN hefðu bent Pawle á mis­tök­in. Fán­in hafi aug­ljós­lega sýnt gervilimi sem hafi átt meira skylt við hreðjar en hryðju­verk. Þetta hafi því verið ys(is) og þys yfir engu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka