Mun ekki snúa við úr þessu

Solar Impulse 2.
Solar Impulse 2. AFP

Sólarorkuknúnu flugvélinni Solar Impulse 2 var flogið af stað frá japönsku borginni Nagoya í gærkvöldi í annarri tilraun til að fljúga vélinni í einum legg yfir Kyrrahafið. Er það stærsti leggurinn í för vélarinnar í kringum jörðina.

Áætlað er að vélinni verði lent í Havaí eftir fimm sólarhringa, en flugstjórinn Andre Borschberg sem flýgur vélinni yfir Kyrrahafið er einn um borð og flýgur vélinni allan tímann. Á twittersíðu Borschberg kemur fram að vélinni verði ekki snúið við úr þessu.

Slæmt veður hefur tafið flug vélarinnar í tæpa tvo mánuði. Lagt var af stað frá Abu Dhabi hinn 9. mars sl. og áætlað er að hnatt­flugi vél­ar­inn­ar ljúki í lok júlí eða byrj­un ág­úst á sama stað.

Flug­leiðin er eft­ir­far­andi: Abu Dhabi - Múskat í Óman - Ah­meda­bad í Indlandi - Mandalay í My­an­mar - Chongq­ing í Kína - Nanj­ing í Kína - Honolulu á Havaí - Phoen­ix í Banda­ríkj­un­um - óákveðinn áfangastaður í miðríkj­um Banda­ríkj­anna (fer eft­ir veðri) - New York í Banda­ríkj­un­um - óákveðinn áfangastaður í Suður-Evr­ópu eða Norður-Afr­íku - Abu Dhabi.

Feðgarn­ir Jón Björg­vins­son, frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari, og son­ur hans, Daní­el Jóns­son raf­magns­verk­fræðing­ur, taka þátt í æv­in­týr­inu en ef það tekst verður flug­vél­in sú fyrsta sem flýg­ur í kring­um hnött­inn ein­ung­is knú­in af sól­ar­orku.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu og beinni útsendingu úr flugstjórnarklefanum.

Andre Borschberg.
Andre Borschberg. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert