NBC slítur samstarfinu við Trump

Donald Trump
Donald Trump AFP

Banda­ríska sjón­varps­stöðin NBC hef­ur rift samn­ingi sín­um við Don­ald Trump þess efn­is að sýna frá feg­urðarsam­keppn­um á hans veg­um eft­ir að hann lét niðrandi um­mæli falla um fólk frá Mexí­kó. Trump á hlut í fyr­ir­tækj­un­um sem halda keppn­irn­ar.

Don­ald Trump sagðist aft­ur á móti mundu íhuga mál­sókn á hend­ur NBC. Fyrr í mánuðnum sakaði hann fólk frá Mexí­kó um að auka flæði fíkni­efna til Banda­ríkj­anna og standa að glæp­um. Um­mæl­in lét hann falla þegar hann til­kynnti fram­boð í for­vali Re­públi­kana um for­setafram­bjóðanda flokks­ins.

„Þeir koma með fíkni­efni, þeir koma með glæpi, þetta eru nauðgarar og ég býst við að sum­ir þeirra séu ágæt­ir, en ég tala við landa­mæra­verði og þeir segja mér hvað við fáum,“ sagði hann í ræðu sinni þann 16. júní.

Hann lofaði einnig að byggja „mik­inn vegg“ á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó og að Mexí­kó borgaði fyr­ir gerð veggj­ar­ins.

Seinna sagðist hann hafa átt við banda­ríska lög­gjafa, ekki íbúa Mexí­kó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka