Sjónir beinast að Ítalíu og Spáni

AFP

For­ystu­menn inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafa í morg­un lagt áherslu á að ekki sé hætta á að yf­ir­vof­andi greiðsluþrot Grikk­lands hafi keðju­verk­andi áhrif inn­an evru­svæðis­ins. Einkum ráðamenn í evru­ríkj­um sem staðið hafa höll­um fæti eins og á Spáni og Ítal­íu. Þá hafa þeir lagt áherslu á að enn væri ekki úti­lokað að sam­komu­lag næðist um skulda­vanda Grikkja og áfram­hald­andi lán­veit­ing­ar alþjóðlegra lána­drottna lands­ins. 

Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, sagði þannig í morg­un sam­kvæmt frétt AFP að frönsku efna­hags­lífi stafaði eng­in hætta af efna­hagserfiðleik­um Grikkja. Hann sagði enn­frem­ur að boðuð þjóðar­at­kvæðagreiðsla í Grikklandi næsta sunnu­dag, um kröf­ur lána­drottna lands­ins um aðhaldsaðgerðir í skipt­um fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­ar, sner­ist um það hvort Grikk­ir ætluðu að vera áfram hluti af evru­svæðinu eða ekki. „Þetta er lýðræði, það er rétt­ur grísku þjóðar­inn­ar að ákveða hvernig framtíð hún vill. Málið snýst um það hvort Grikk­ir vilja vera áfram á evru­svæðinu eða taka þá áhættu að segja skilið við það.“

Reiðubún­ir til frek­ari viðræðna

Hollande sagði Frakka áfram reiðubúna til þess að ræða við gríska ráðamenn um mögu­legt sam­komu­lag. Luis de Guindos, efna­hags­málaráðherra Spán­ar, sagði að sama skapi í morg­un í sam­tali við spænska rík­is­út­varpið RNE að hann reiknaði með því að sam­komu­lag næðist tím­an­lega áður en nú­ver­andi lána­fyr­ir­greiðslur rynnu út annað kvöld. „Það er enn tími til stefnu. [...] Ég úti­loka ekki að enn sé hægt að ná sam­komu­lagi inn­an þess­ara tíma­marka.“

Fjár­málaráðherra Ítal­íu, Pier Car­lo Pado­an, gerði að sama skapi lítið úr mögu­leg­um nei­kvæðum áhrif­um frá efna­hags­vanda Grikkja á ít­alskt efna­hags­líf. Lagði hann áherslu á að Evr­ópski seðlabank­inn hefði öll nauðsyn­leg tæki til þess að bergðast við ef á þyrfti að halda í sam­tali við spænska dag­blaðið Corri­ere della Sera. Haft er eft­ir Pier­re Moscovici, efna­hags­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, í frétt AFP að litlu hafi munað að sam­komu­lag næðist um helg­ina þegar upp úr slitnaði.

„Við verðum að halda áfram viðræðunum. Dyrn­ar eru alltaf opn­ar í þeim efn­um,“ sagði Moscovici í sam­tali við franska rík­is­út­varpið. Sagði hann að áfram­hald­andi viðræður gætu fyr­ir­vara­laust haf­ist á ný. Lána­kjör bæði Spán­ar og Ítal­íu á alþjóðleg­um mörkuðum hafa versnað í kjöl­far frétta af yf­ir­vof­andi greiðsluþroti Grikk­lands. Sömu­leiðis hef­ur gengi evr­unn­ar lækkað um­tals­vert gagn­vart öðrum helstu gjald­miðlum heims­ins.

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert