Ráðamenn í Evrópu virðast á einu máli um að yfirvofandi þjóðaratkvæðagreiðsla í Grikklandi snúist um aðild ríkisins að evrusamstarfinu, þ.e. val á milli evru eða drökmu.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Francois Hollande, forseti Frakklands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra Þýskalands, og George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, hafa allir sagt, með beinum eða óbeinum hætti, að atkvæðagreiðslan snúist um þátttöku Grikklands í evruverkefninu.
<blockquote class="twitter-tweet">The point is: greek referendum won’t be a derby EU Commission vs Tsipras, but euro vs dracma. This is the choice.
— Matteo Renzi (@matteorenzi) <a href="https://twitter.com/matteorenzi/status/615526711787171840">June 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>Juncker hefur sagt að hann hafi upplifað framkomu grískra ráðamanna sem „svik“. Viðræðum hafi verið slitið einhliða þegar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Juncker hefur hvatt Grikki til þess að ganga að tilboði lánadrottna landsins í atkvæðagreiðslunni.
Wall Street Journal hefur eftir hátt settum grískum embættismanni að Grikkir muni ekki standa skil á 1,6 milljarða evra greiðslu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Verði ekki af greiðslunni verða Grikkir formlega komnir í vanskil.
Jeroen Dijsselbloem, sem fer fyrir evruhópnum, hefur sagt að samningaleiðin sé enn opin. Engar bendingar eru hins vegar uppi um að aðilar hyggist ganga aftur að borðinu áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram næstu helgi.
<blockquote class="twitter-tweet">Rally in front of <a href="https://twitter.com/hashtag/Greece?src=hash">#Greece</a> parliament this evening <a href="http://t.co/sRBHgcFZfu">pic.twitter.com/sRBHgcFZfu</a>
— jon henley (@jonhenley) <a href="https://twitter.com/jonhenley/status/615563573834719232">June 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>Mótmæli eru hafin við gríska þinghúsið, en Tsipras hefur auglýst að hann muni sitja fyrir svörum í beinni útsendingu hjá gríska ríkismiðlinum ERT í kvöld.
Hér fyrir neðan fylgir spurningin sem verður á atkvæðaseðlum á sunnudag:
„Er rétt að ganga að áætluninni sem framkvæmdastjórn Evróusambandsins, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lögðu fyrir evruhópinn 25. júní sl. í tveimur hlutum sem saman mynda eina tillögu? Fyrra skjalið er titlað „Endurbætur vegna loka yfirstandandi áætlunar og fram í tímann“ og það seinna „Undirbúningsgreining á sjálfbærni skulda“.
BBC þýddi spurninguna þannig yfir á ensku:
"Should the agreement plan submitted by the European Commission, European Central Bank and the International Monetary Fund to the June 25 eurogroup and consisting of two parts, which form their single proposal, be accepted? The first document is titled "Reforms for the completion of the Current Program and Beyond" and the second "Preliminary Debt sustainability Analysis."