Spurningin er: evra eða drakma?

Götusali selur gríska fána fyrir utan þinghúsið í Aþenu.
Götusali selur gríska fána fyrir utan þinghúsið í Aþenu. AFP

Ráðamenn í Evr­ópu virðast á einu máli um að yf­ir­vof­andi þjóðar­at­kvæðagreiðsla í Grikklandi snú­ist um aðild rík­is­ins að evru­sam­starf­inu, þ.e. val á milli evru eða drökmu. 

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, Matteo Renzi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Sig­mar Gabriel, efna­hags­ráðherra Þýska­lands, og Geor­ge Os­borne, fjár­málaráðherra Bret­lands, hafa all­ir sagt, með bein­um eða óbein­um hætti, að at­kvæðagreiðslan snú­ist um þátt­töku Grikk­lands í evru­verk­efn­inu.

The po­int is: greek ref­erend­um won’t be a der­by EU Comm­issi­on vs Tsipras, but euro vs dracma. This is the choice.

Juncker hef­ur sagt að hann hafi upp­lifað fram­komu grískra ráðamanna sem „svik“. Viðræðum hafi verið slitið ein­hliða þegar Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, til­kynnti um þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Juncker hef­ur hvatt Grikki til þess að ganga að til­boði lána­drottna lands­ins í at­kvæðagreiðslunni.

Wall Street Journal hef­ur eft­ir hátt sett­um grísk­um emb­ætt­is­manni að Grikk­ir muni ekki standa skil á 1,6 millj­arða evra greiðslu til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á þriðju­dag. Verði ekki af greiðslunni verða Grikk­ir form­lega komn­ir í van­skil.

Jeroen Dijs­sel­bloem, sem fer fyr­ir evru­hópn­um, hef­ur sagt að samn­inga­leiðin sé enn opin. Eng­ar bend­ing­ar eru hins veg­ar uppi um að aðilar hygg­ist ganga aft­ur að borðinu áður en þjóðar­at­kvæðagreiðslan fer fram næstu helgi.

Rally in front of <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​Greece?src=hash">#Greece</​a> parlia­ment this even­ing <a href="http://​t.co/​sR­BHgcFZfu">pic.twitter.com/​sR­BHgcFZfu</​a>

Mót­mæli eru haf­in við gríska þing­húsið, en Tsipras hef­ur aug­lýst að hann muni sitja fyr­ir svör­um í beinni út­send­ingu hjá gríska rík­is­miðlin­um ERT í kvöld.

Hér fyr­ir neðan fylg­ir spurn­ing­in sem verður á at­kvæðaseðlum á sunnu­dag:

„Er rétt að ganga að áætl­un­inni sem fram­kvæmda­stjórn Evr­óu­sam­bands­ins, Seðlabanki Evr­ópu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn lögðu fyr­ir evru­hóp­inn 25. júní sl. í tveim­ur hlut­um sem sam­an mynda eina til­lögu? Fyrra skjalið er titlað „End­ur­bæt­ur vegna loka yf­ir­stand­andi áætl­un­ar og fram í tím­ann“ og það seinna „Und­ir­bún­ings­grein­ing á sjálf­bærni skulda“.

BBC þýddi spurn­ing­una þannig yfir á ensku:

"Should the agreement plan su­bmitted by the Europe­an Comm­issi­on, Europe­an Central Bank and the In­ternati­onal Mo­net­ary Fund to the June 25 eurogroup and cons­ist­ing of two parts, which form their single proposal, be accepted? The first docu­ment is tit­led "Reforms for the completi­on of the Cur­rent Program and Beyond" and the second "Prelimin­ary Debt sustaina­bility Ana­lys­is."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka