Grikkland greiddi ekki AGS

AFP

Grikk­land varð í kvöld fyrsta þróaða ríkið sem stend­ur ekki skil á skuld­bind­ing­um sín­um við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn (AGS), þegar rík­is­sjóður Grikk­lands greiddi ekki einn og hálf­an millj­arð evra, sem Grikk­land átti að greiða í dag.

„Ég get staðfest að greiðsla upp á 1,2 millj­arða SDR sem Grikk­land átti að greiða AGS hef­ur ekki borist,“ seg­ir Gerry Rice, talsmaður sjóðsins. SDR stend­ur fyr­ir Special Draw­ing Rights, sér­stök drátt­ar­rétt­indi á ís­lensku, og er reiknað út frá gengi til­tek­inn­ar körfu þeirra gjald­miðla sem helst eru notaðir í milli­ríkjaviðskipt­um.

„Við höf­um látið stjórn­end­ur sjóðsins vita að Grikk­land er nú í van­skil­um við sjóðinn og get­ur ekki fengið lán frá AGS fyrr en þessi van­skil hafa kom­ist í skil.“

Eft­ir lang­an dag viðræðna, þar sem rík­is­stjórn Grikk­lands leitaðist við því að fá aðstoð frá ESB við að greiða af skuld­inni óskaði rík­is­stjórn Grikk­lands eft­ir greiðslu­fresti. Rice staðfesti að ósk­in hefði borist, en að stjórn­in hefði ekki tekið af­stöðu til henn­ar. Hún verður bor­in und­ir stjórn­ina, sagði hann við blaðamann AFP.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert