Twitter-notendur létu endalausar hæðnislegar spurningar dynja á höfundi bókanna Fifty Shades of Grey, EL James, en hún sat fyrir svörum á Twitter í gær. Flestir fjölmiðlar vestanhafs eru á því að það hafi verið mistök, ímyndarlega séð, að láta höfund þessara mjög svo umdeildu bóka svara spurningum á miðli sem þekktur er fyrir að vera vettvangur hvassra, beittra og kaldhæðnislegra ummæla.
Margar spurningarnar sem James fékk eru einfaldlega ekki birtingahæfar en í bókunum er fjallað um kynni Christians Grey og hinnar ungu Anastasiu. Bækurnar fjalla m.a. um BDSM-kynlíf parsins og hefur undirgefni stúlkunnar og valdafíkn og misnotkun, að margra mati ofbeldi, mannsins m.a. verið gagnrýnd. Þá segja þeir sem stunda BDSM-kynlíf að allar reglur þess séu þverbrotnar í samskiptum parsins.
EL James var spurð spjörunum úr með kassamerkinu AskELJames og lét hún vera að svara þeim mörgum. Í einhverjum tilvikum „faldi“ hún spurningarnar.
Í frétt AP-fréttastofunnar um málið segir að nú sé EL James að skrifa fyrstu bókina í þríleiknum á nýjan leik - en í þetta sinn út frá sjónarhóli Christians Grey en ekki Anastasiu Steele. Þetta var meðal þess sem notendur Twitter notuðu óspart í spurningum sínum gær.
Hér að neðan gefur að líta nokkrar spurningar sem James fékk en eins og sjá má voru gagnrýnendur hennar og bókanna hvað háværastir:
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> if E.L.James asks for these tweets to stop, does that mean she really wants them to continue?
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> did you use a blow up doll as your characterization inspiration for Ana?
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> Is it only ok for Christian to stalk, coerce, threaten & manipulate Ana because he's hot, or is it also ok because he's rich?
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> No, but seriously, this is absolutely right. <a href="http://t.co/yWqS2qD2dj">pic.twitter.com/yWqS2qD2dj</a>
That moment when <a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> hashtag is way more interesting than her books
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> are you aware that eyebrows can't actually do this <a href="http://t.co/5Fc6PI67ug">pic.twitter.com/5Fc6PI67ug</a>
Would you say no to another Twitter Q&A? And if so, does that mean yes? <a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a>
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> Is there a safe word which will stop you from writing anymore of this bollocks?
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> after the success of "Grey," have you considered re-telling the story from the perspective of someone who can write
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> what's it like telling millions of women it's okay to be in an abusive relationship as long as he's rich. Asking for a friend.
The EL James PR team right about now. <a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> <a href="http://t.co/bZ3jyIdPUG">pic.twitter.com/bZ3jyIdPUG</a>
<a href="https://twitter.com/hashtag/AskELJames?src=hash">#AskELJames</a> Are you going to take a cold bath later to recover from being so thoroughly burned on Twitter today?