Nýtt sáttaboð Grikklands

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Í nýju bréfi til kröfu­hafa Grikk­lands frá for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Al­ex­is Tsipras, kem­ur fram að hann fall­ist öll skil­yrði kröfu­hafa, með nokkr­um minni hátt­ar breyt­ing­um. Í um­fjöll­un The Fin­ancial Times kem­ur fram að inni­hald bréfs­ins hafi verið rætt yfir helg­ina.

Viðræður kröfu­haf­anna og stjórn­valda í Grikklandi runnu út í sand­inn í síðustu viku eft­ir að Tsipras til­kynnti um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­boð kröfu­haf­anna. Þetta varð til þess að Grikk­land varð fyrsta ríki Evr­ópu­sam­bands­ins til að geta ekki greitt til baka af­borg­un af láni til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, en í gær var gjald­dagi upp á 1,6 millj­arð evra sem Grikk­land átti að borga.

Í bréf­inu kem­ur fram að Tsipras fall­ist á skil­yrði kröfu­hafa varðandi niður­skurð og aðhaldsaðgerðir með tveim­ur breyt­ing­um. Í fyrsta lagi verði fallið frá því að af­nema af­slátt af virðis­auka­skatti sem er í gildi á grísku eyj­un­um og í öðru lagi að hækk­un eft­ir­launa­ald­urs hefj­ist ekki strax held­ur seinna á ár­inu.

Bankar hafa verið lokaðar á Grikklandi í vikunni, en eftirlaunaþegar …
Bank­ar hafa verið lokaðar á Grikklandi í vik­unni, en eft­ir­launaþegar geta marg­ir hverj­ir ekki nálg­ast eft­ir­laun­in sín í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert