1.000 sagt upp hjá BBC

Höfuðstöðvar BBC.
Höfuðstöðvar BBC. AFP

Ríflega 1.000 starfsmönnum BBC verður sagt upp í aðhaldsaðgerðum sem Tony Hall, yfirmaður BBC tilkynnti í dag. Aðgerðirnar munu að hans sögn spara BBC 50 milljónir punda, rúma 10,3 milljarða króna.

Sparnaðurinn mun nást fram með því að sameina deildir og fækka stjórnendum og millistjórnendalögum.

„Það er rétt að einfalda og straumlínulaga BBC auk þess sem það getur hjálpað okkur að takast á við þann fjárhagsvanda sem blasir við okkur,“ sagði Hall. „Við höfum þegar dregið mikið úr kostnaðnum sem hlýst af því að reka BBC, en á tímum erfiðra ákvarðana þurfum við að einblína á það sem skiptir lykilmáli - að búa til framúrskarandi efni fyrir neytendur okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert