Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“

Er meinlæti Grikkja lokið?
Er meinlæti Grikkja lokið? AFP

Frétt­in er upp­færð eft­ir því sem upp­lýs­ing­ar ber­ast og eru nýj­ustu frétt­ir efst á síðunni.

Upp­fært 22:19 -Niðurstaðan hryggi­leg

Jeroen Dijs­sel­bloem, for­seti vinnu­hóps fjár­málaráðherra ESB ríkj­anna seg­ir niður­stöðu kosn­ing­ana von­brigði. „Þessi niðurstaða er hryggi­leg fyr­ir framtíð grísks efna­hags, erfiðar aðgerðir og um­bæt­ur eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Nú bíðum við eft­ir fram­tök­um grískra yf­ir­valda.“

Upp­fært 21: 36 - Virða niður­stöðuna

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins virðir niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar sam­kvæmt stuttri yf­ir­lýs­ingu sem gef­in var út í kvöld. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, Jean-Clau­de Juncker hyggst halda fjar­fund í fyrra­málið með for­seta Seðlabanka Evr­ópu Mario Drag­hi og Jeroen Dijs­sel­bloem, leiðtoga vinnu­hóps Evr­ópu­sam­bands­ins sem skipaður er fjár­málaráðherr­um Evru­svæðis­ins.

Íbúar í Þessalóniku fagna.
Íbúar í Þessalóniku fagna. AFP

Upp­fært 21:06 - Tsipras tal­ar

Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands seg­ist munu funda með leiðtog­um grísku þing­flokk­anna í fyrra­málið. Hann seg­ir að skulda­vand­inn sé nú aft­ur á samn­inga­borðinu en að úr­slit kosn­ing­anna þýði ekki aðskilnað við Evr­ópu. „Í þeim erfiðu aðstæðum sem hafa yf­ir­hönd­ina tókuð þið afar hug­djarfa ákvörðun í dag,“ sagði hann. „Ég er fullmeðvitaður um að það umboð sem þið gáfuð mér snýr ekki að aðskilnaði við Evr­ópu held­ur að því að styrkja samn­ings­stöðu okk­ar til að sækj­ast eft­ir raun­hæfri lausn.“

Upp­fært 20:55 - Yf­ir­gef­ur Grikk­land klúbb­inn?

Fjár­málaráðherra Slóvakíu er meðal þeirra sem lýst hafa yfir von­brigðum vegna úr­slita kosn­ing­anna.

 

 

Upp­fært 20:25 - Hjarta Evr­ópu slær í Grikklandi

Um 80 pró­sent at­kvæða eru nú tal­in. 62 pró­sent at­kvæðanna segja nei og 38 segja já. Ant­on­is Sam­aras, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar hef­ur sagt af sér við mik­inn fögnuð nei-kjós­enda á göt­um úti. Heim­ild­ir The Tel­egraph herma að að Merkel og Hollande hygg­ist kalla eft­ir sér­stök­um fundi um stöðu Grikk­lands á þriðju­dag. 

Fjár­málaráðherra Grikk­lands, Yan­is Varoufa­k­is hélt óvænt­an blaðamanna­fund íklædd­ur stutterma­bol, og vakti það mikla lukku. 

„Frá og með morg­un­deg­in­um, mun Evr­ópa, hverr­ar hjarta slær í Grikklandi í kvöld, byrja að græða sár sín, sár okk­ar. Nei dags­ins í dag er stórt já fyr­ir hina lýðræðis­sinnuðu Evr­ópu,“ sagði Varoufa­k­is.

Óformlegur klæðnaður Varoufakis á blaðamannafundinum vakti athygli.
Óform­leg­ur klæðnaður Varoufa­k­is á blaðamanna­fund­in­um vakti at­hygli. AFP

Upp­fært 20:13 - Bolt­inn hjá Aþenu

„Við þurf­um að taka þess­um niður­stöðum, þær eru niður­stöður þjóðar­at­kvæðagræðslu sem gríska þjóðin tók þátt í. Hvaða álykt­un verður dreg­in af því er fyrst og fremst ákvörðun Grikk­lands, þar með er bolt­inn nú á velli Aþenu,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands.

Upp­fært 20:04 - Hef­ur rifið niður brýr

For­seti Frakk­lands, Franco­is Hollande, og kansl­ari Þýska­lands Ang­ela Merkel munu funda á morg­un í Par­ís sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu AFP en einnig verður fundað í nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins um Evru­svæðið vegna niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar. Efna­hags­ráðherra Þýska­lands, Sig­mar Gabriel seg­ir að með at­kvæðagreiðslunni hafi Tsipras „rifið niður brýr“ milli Grikk­lands og Evr­ópu. Sagði hann erfitt að ímynda sér nýj­ar viðræður um skuld­aniður­fell­ingu.

Evr­an er nú fall­in um 1,6 pró­sent að því er AFP grein­ir frá.

Upp­fært 19:20 - Evr­an fell­ur

Evr­an hef­ur fallið um 0,7% og stend­ur nú í um 1,1 Banda­ríkja­dal sam­kvæmt Bus­iness Insi­der.

Upp­fært 19:05 - 61% Nei

 53 pró­sent at­kvæðanna hafa nú verið tal­in. 61 pró­sent tal­inna at­kvæða segja „nei“.

Frá kjörstað í Grikklandi.
Frá kjörstað í Grikklandi. AFP

Upp­fært 18:50 - Nei-liðar fagna

Þúsund­ir nei-liða fagna nú á göt­um Aþenu eft­ir að fyrstu niður­stöður gáfu til kynna að þeir sem höfnuðu skil­mál­um lán­ar­drottna myndu hafa sig­ur­inn. Skar­inn veif­ar fán­um, kyrja slag­orð og halda á lofti skilt­um fyr­ir fram­an gríska þingið að sögn AFP.

Upp­fært 17.55 - 60% nei

20 pró­sent at­kvæða hafa nú verið tal­in og sam­kvæmt AFP eru 60 pró­sent þeirra merkt „nei“

Upp­fært 17.53 - Vinna að sam­komu­lagi

Stjórn­völd í Grikklandi segj­ast hafa sett auk­inn kraft í að kom­ast að sam­komu­lagi við lán­ar­drottna.

„Um­leit­an­irn­ar munu stig­magn­ast frá og með í kvöld svo að samn­ing­ar geti orðið,“ sagði talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Gabriel Sa­kell­aridis, við gríska fjöl­miðla sam­kvæmt AFP. Hann bætti því við að Seðlabanki Grikk­lands myndi einnig senda beiðni til Seðlabanka Evr­ópu um meira neyðarfjármagn fyr­ir banka lands­ins.

Heim­ild­ir AFP herma að vinnu­hóp­ur ESB um evru­svæðið muni hitt­ast á morg­un og ræða niður­stöður þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar.

Rífandi stemning er meðal nei-liða fyrir framan þinghúsið.
Ríf­andi stemn­ing er meðal nei-liða fyr­ir fram­an þing­húsið.

Upp­fært 17.20 - „Lýðræðið hef­ur sigrað“

Varn­ar­málaráðherra Grikk­lands, Panos Kammenos, hef­ur gripið kann­an­irn­ar á lofti og fagnað sigri á Twitter. „Gríska þjóðin sannaði að hún beyg­ir sig ekki fyr­ir fjár­kúg­un­um, ógn­um og hót­un­um. Lýðræðið hef­ur sigrað,“ tísti ráðherr­ann.

Stofnuð 16:50 - Kjör­stöðum lokað

Síðustu skoðanakann­an­ir benda til þess að Grikk­land hafi kosið „nei“ í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort ganga eigi að skil­mál­um lán­ar­drottna rík­is­ins. Kjör­stöðum hef­ur verið lokað og er bú­ist við fyrstu niður­stöðum klukk­an sex í kvöld að ís­lensk­um tíma.

Síma­könn­un sjón­varps­stöðvar­inn­ar Star bend­ir til þess að 49 til 54 pró­sent hafi hafnað skil­mál­un­um á móti 46 til 51 pró­senti sem hafi samþykkt. Könn­un sjón­varps­stöðvar­inn­ar Mega gaf svipaðar niður­stöður, 49,5 til 53,5 pró­sent „nei“ og 46,5 til 50,5 pró­sent „já“.

Rík­is­stórn Al­ex­is Tsipras for­sæt­is­ráðherra hef­ur hvatt þjóðina ít­rekað til að hafna skil­mál­un­um í til­raun til að styrkja stöðu sína gagn­vart er­lend­um lán­ar­drottn­um. 

Í skoðana­könn­um í gær mátti vart á milli sjá hvort yrði ofan á. Þó að enn sé mjótt á mun­um þykir nú öllu lík­legra að „nei“ hafi sig­ur­inn.

Nei - sinni fagnar fyrstu niðurstöðum.
Nei - sinni fagn­ar fyrstu niður­stöðum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert