Nei eða já?

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hlæjandi á kjörstað.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hlæjandi á kjörstað. AFP

Rík­is­stjórn Grikk­lands hef­ur hvatt fólk að setja x við nei en þeir sem hvetja fólk til þess að kjósa já ótt­ast að Grikkj­um verði hent út úr evru­sam­starf­inu. „Eng­inn get­ur hunsað vilja fólks­ins,“ sagði Al­ex­isTsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, eft­ir að hafa komið sínu at­kvæði rétta leið. Bú­ast má við fyrstu töl­um at­kvæðagreiðslunn­ar í kvöld.

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla hófst klukk­an fjög­ur í nótt að ís­lensk­um tíma í Grikklandi um hvort þjóðin eigi að fall­ast á meiri aðhaldsaðgerðir í skipt­um fyr­ir frek­ari fjár­hagsaðstoð, eða neita því og eiga á hættu að vera vísað úr evru­sam­starf­inu.

Grikk­ir virðast skipt­ast í jafna hluta hvað eigi að kjósa en bú­ist er við því að kjör­sókn verði mjög góð. Stjórn lands­ins hef­ur gagn­rýnt björg­un­araðgerðir sem standa Grikkj­um til boða og seg­ir þær niður­lægj­andi. Hún seg­ir einnig að með því að kjósa nei styrk­ist staðan í samn­ingaviðræðum við lán­ar­drottna lands­ins. 

Lán­ar­drottn­ar og leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins vara því að ef niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar verði nei­kvæð sé myntsam­starfi Grikk­lands og hinna evru­ríkj­anna lokið; „Grex­it“.

Ljóst er að skulda­vandi rík­is­ins verður ekki leyst­ur nema með aukn­um lán­veit­ing­um eða mikl­um af­skrift­um. At­vinnu­leysi í land­inu er mikið, um 25%, en talið er að lífs­kjör gætu versnað ef Grikk­ir segja nei í dag. Ann­ars virðist eng­inn vita ná­kvæm­lega hvað ger­ist en spenn­an er mik­il og ljóst að mjótt verður á mun­un­um.

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra, fékk mikla athygli þegar hann kom sínu …
Yan­is Varoufa­k­is, fjár­málaráðherra, fékk mikla at­hygli þegar hann kom sínu at­kvæði rétta leið. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka