Georg spegilmynd föður síns

Til vinstri má sjá Vilhjálm Bretaprins árið 1984 á leið …
Til vinstri má sjá Vilhjálm Bretaprins árið 1984 á leið á sjúkrahúsið að heimsækja bróður sinn. Til vinstri má sjá Georg Bretaprins á leið í skírn Karlottu systur sinnar. Skjáskot/CNN

Glöggir aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar sáu ekki aðeins fallegan, ungan prins í rauðum stuttbuxum, hvítri og rauðri stuttermaskyrtu og svörtum skóm við skírn Karlottu systur sinnar í gær. Þeir sáu spegilmynd Vilhjálms, föður prinsins unga, rúmlega þrjátíu árum síðar.

Vilhjálmur var tveggja ára þegar bróðir hans Harry kom í heiminn árið 1984. Hann heimsótti bróður sinn á sjúkrahúsið klæddur hvítri og rauðri stuttermaskyrtu, hvítum sokkum og svörtum skóm.

Líkt og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er svipur með feðgunum og föt þeirra mjög svipuð. Báðir voru þeir tveggja ára þegar myndirnar voru teknar, báðir voru þeir með ljósa lokka.

Frétt mbl.is: Heiðruðu Díönu í skírn Karlottu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert