Veiti aðskilnaðarsinnum sjálfstjórn

Angela Merkel og Francois Hollande.
Angela Merkel og Francois Hollande. AFP

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, og Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti hvöttu í gær stjórn­völd í Úkraínu til þess að veita aðskilnaðar­sinn­um í aust­ur­hluta lands­ins sjálf­stjórn.

Fram kem­ur í frétt AFP að yf­ir­lýs­ing leiðtog­anna tveggja sé til marks um þverr­andi þol­in­mæði þeirra gagn­vart úkraínsk­um ráðamönn­um á sama tíma og átök halda áfram í Úkraínu fimm mánuðum eft­ir að samið var um vopna­hlé. Sam­komu­lagið kvað á um þriggja ára sjálf­stjórn héraðanna Lug­ansk og Do­netsk sem eru á valdi aðskilnaðarsinna.

Aðskilnaðarsinn­arn­ir hafa kraf­ist þess að sjálf­stjórn héraðanna verði fest í stjórn­ar­skrá Úkraínu til þess að tryggja hana í sessi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert