Giftist rauðhærða stríðsmanninum

Abdullah Elmir starfaði áður sem slátrari í Sydney.
Abdullah Elmir starfaði áður sem slátrari í Sydney. Skjáskot

Ein þriggja breskra skólastúlkna sem fóru til Sýrlands til að berjast með hryðjuverkasamtökunum ISIS er gengin í hjónaband með „rauðhærða stríðsmanninum“ (e. the Ginger Jihadi). Hin sextán ára gamla Amira Abase yfirgaf Bretland í febrúar, en síðast er vitað um ferðir hennar í Raqqa í Sýrlandi. Þar mun hún hafa gengið í hjónaband með ungum áströlskum hryðjuverkamanni, Abdullah Elmir. Áberandi rauður hárlitur hans er ástæða viðurnefnisins.

Elmir starfaði sem slátrari í Sydney áður en hann hélt til Sýrlands í fyrra og hefur síðan birst nokkrum sinnum í myndefni frá ISIS. Hann sendi breska blaðinu Mail on Sunday bréf nú um helgina þar sem hann staðfesti hjónaband sitt og Abase, auk þess að hóta árásum á Bretland. „Bræður mína klæjar í fingurna af löngun til að gera árás. Þetta er bein hótun,“ sagði m.a. í skilaboðunum.

Kadiza Sult­ana, Amira Aba­se og Shamima Beg­um yfirgáfu Bretland í …
Kadiza Sult­ana, Amira Aba­se og Shamima Beg­um yfirgáfu Bretland í febrúar. Þær sjást hér fara í gegn­um ör­ygg­is­hlið á Gatwick flug­velli í Lund­ún­um. AFP

Morðinginn komist á „hæsta stall í paradís“

Þá hrósar hann jafnframt Seiffedine Rezgui, manninum sem myrti 38 ferðamenn á strönd í túníska bænum Sousse fyrir tveimur vikum. „Megi Allah blessa banninn sem slátraði hinum fyrirlitlegu trúleysingjum, og megi hann komast á hæsta stall í paradís,“ sagði Elmir.

Í myndbandi af Elmir frá því í fyrra segir hann að samtökin muni ekki stoppa fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. „Við höldum áfram þangað til við höfum reist svarta fánann við Buckingham-höll. Þar til við höfum reist hann við Hvíta húsið.“

Frétt The Telegraph 

Seif­fedine Rezgui myrti 38 ferðamenn í Túnis.
Seif­fedine Rezgui myrti 38 ferðamenn í Túnis. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert