Uppgjöf eða nauðsyn?

Stofna á sjóð sem heldur utan um þær eignir gríska …
Stofna á sjóð sem heldur utan um þær eignir gríska ríkisins sem á að einkavæða. Meðal annars verða hafnir einkavæddar. AFP

Það eru ef­laust ekki auðveld­ir dag­ar framund­an hjá Al­ex­is Tsipras for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands þegar hann þarf að sann­færa þjóð sína um að hafa gert rétt með því að ganga að sam­komu­lagi við lán­ar­drottna lands­ins. Upp­gjöf eða nauðsyn? 

Eft­ir sautján tíma fund­ar­höld í Brus­sel þá náðist loks mála­miðlun í viðræðum Grikkja við evru­rík­in um fyr­ir­komu­lag á þriðja björg­un­ar­pakk­an­um á aðeins fimm árum. Grikk­ir þurfa að taka á sig enn frek­ari niður­skurð og lán­ar­drottn­ar þurfa að reiða fram tugi millj­arða evra til þess að halda Grikklandi á floti og inni í evru­sam­starf­inu. 

Rúm vika er síðan gríska þjóðin hafnaði til­lögu lán­ar­drottna með mikl­um meiri­hluta. Nú hef­ur Tsipras gengið að skil­mál­um sem þykja svipa mjög til þess sem lagt var til á sín­um tíma. Hans bíður nú það hlut­verk að sann­færa eig­in flokk um ágæti sam­komu­lags­ins. Að því loknu að koma sam­komu­lag­inu í gegn­um gríska þingið.

Verður að reiða sig á stjórn­ar­and­stöðuna

Tsipras er fer­tug­ur að aldri og fyrr­ver­andi komm­ún­isti. Hann komst með lát­um til valda í janú­ar meðal ann­ars vegna lof­orða um að stöðva niður­skurðar­hníf­inn sem hafði verið reidd­ur til höggs í nokk­ur ár. Nú þarf hann að leggja fram sam­komu­lag sem þykir af gagn­rýn­end­um það sem „niður­lægi“ Grikkja meira en fyrri samn­ing­ar sem lágu að baki tveim­ur björg­un­araðgerðum frá ár­inu 2010.

Talið er full­víst að hann verði að reiða sig á stuðing stjórn­ar­and­stæðinga og Evr­óp­us­inna til þess að fá aðgerðirn­ar samþykkt­ar. 

Því má ekki gleyma að á sama tíma hef­ur Grikklandi verið forðað frá gjaldþroti í óeig­in­legri merk­ingu þess orð og Grikk­land verður áfram inn­an evru­svæðis­ins, líkt og meiri­hluti grískra kjós­enda vill. En marg­ir Grikk­ir telja að þeir hafi verið niður­lægðir ef marka má frétt­ir fjöl­miðla eins og AFP, Guar­di­an, Tel­egraph, BBC og New York Times.

Upp­gjöf er orð sem marg­ir nota á sam­fé­lags­miðlum í gær og í dag og nú þarf Tsipras að sann­færa þetta fólk um ágæti þess að gera breyt­ing­ar á eft­ir­launa­líf­eyri, skatta­hækk­an­ir og að stofnaður verði skulda­end­ur­greiðslu­sjóður. Í hann renna eign­ir gríska rík­is­ins sem á að einka­væða. Það sem fæst fyr­ir þær eign­ir verður notað til þess að greiða niður lán rík­is­ins. Talað er um að sjóður­inn verði 50 millj­arðar evra og af þeirri fjár­hæð renni 25 millj­ón­ir í af­borg­an­ir af skuld­um en hitt í fjár­fest­ing­ar sem eiga að örva hag­vöxt í Grikklandi. 

Fá ekki lán fyrr en gríska þingið hef­ur samþykkt

Tsipras fær ekki lang­an tíma til þess að sann­færa gríska þing­menn um þetta og fá samþykki þeirra því fyrr fá Grikk­ir ekki brú­ar­lán af­greitt. Lán sem ger­ir þeim mögu­legt að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar á mánu­dag gagn­vart seðlabanka Evr­ópu.

Ekki er ólík­legt að sam­komu­lagið leiði til þess að kosn­ing­um verði flýtt, Tsipras muni áður gera breyt­ing­ar á rík­is­stjórn sinni og reka þá frá völd­um sem standa gegn til­lög­un­um. 

Það er mikið í húfi því sam­komu­lagið sem er til þriggja ára hljóðar upp á björg­un­ar­pakka sem met­in er á 86 millj­arða evra, 35 millj­arða fjár­fest­ingarpakka, lof­orð um af­skrift­ir á hluta skulda og það sem er kannski það mik­il­væg­asta í augna­blik­inu, fjár­mögn­un til handa grísk­um bönk­um.

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evr­ópu AFP
Nú á Alexis Tsipras eftir að sannfæra grísku þjóðina um …
Nú á Al­ex­is Tsipras eft­ir að sann­færa grísku þjóðina um ágæti samn­ings­ins. AFP
Enn frekari niðurskurður blasir við Grikkjum en á sama tíma …
Enn frek­ari niður­skurður blas­ir við Grikkj­um en á sama tíma hef­ur gjaldþroti verið forðað AFP
Grísku bankarnir eru óðum að tæmast og má vart tæpara …
Grísku bank­arn­ir eru óðum að tæm­ast og má vart tæp­ara standa AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert