Treysta ekki grísku ríkisstjórninni

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Yfir helm­ing­ur Þjóðverja er ánægður með fram­göngu Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, í viðræðum henn­ar og annarra Evr­ópu­leiðtoga við grísk stjórn­völd um skulda­vanda Grikk­lands.

Þriðjung­ur hefði þó kosið að Grikk­ir segðu skilið við evr­ópska mynt­banda­lagið og gæfu evr­una upp á bát­inn.

81% aðspurðra í nýrri könn­un sem stofn­un­in Forsa gerði fyr­ir þýsku fjöl­miðlana Stern og RTL ef­ast um að grísku rík­is­stjórn­inni tak­ist að koma end­ur­bóum í fram­kvæmd.

Alls töldu 55% Þjóðverja að Ang­ela Merkel hefði staðið sig vel í maraþonviðræðunum sem leiddi loks til sam­komu­lags um björg­un­ar­pakka til Grikkja að virði 68 millj­arða evra. Á móti krefjast lán­ar­drottn­ar lands­ins herts aðhalds í rík­is­rekstri.

Sam­kvæmt ann­arri könn­un Forsa, sem var gerð í sein­ustu viku, áður en sam­komu­lag náðist, naut Merkel stuðnings 56% aðspurðra. Flokk­ur­inn henn­ar naut óbreytts stuðnings, 42%.

Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, þarf nú að koma samn­ingn­um í gegn á gríska þing­inu í síðasta lagi á miðikvu­dag. Óánægja rík­ir meðal margra Grikkja en skil­yrðin fyr­ir auk­inni lána­fyr­ir­greiðslu eru hörð og að sumu leyti er samn­ing­ur­inn verri en sá sem Grikk­ir höfnuðu í þjóðar­at­kvæði fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert