Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja

George Osborne er mættur til Brussel
George Osborne er mættur til Brussel AFP

Fjár­málaráðherra Bret­lands, Geor­ge Os­borne, seg­ir að fjár­mun­ir breskra skatt­borg­ara verði ekki notaðir til þess að bjarga Grikkj­um. Þetta herma heim­ild­ir BBC.

Á Os­borne að hafa sagt við aðra ráðherra í rík­is­stjórn­inni að það kæmi ekki til greina að nota fé frá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins í brú­ar­lán í björg­un­ar­pakk­an­um. Því með því væri verið að brjóta gegn sam­komu­lagi um að neyðarsjóður ESB verði ekki nýtt­ur til þess að gang­ast í ábyrgð fyr­ir slík­um lán­um. 

Í dag munu fjár­málaráðherr­ar ESB ríkj­anna 28 hitt­ast á fundi í Brus­sel og ræða mál­efni Grikk­lands.

Það var árið 2010 sem Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, greindi frá því að hann náð fram sam­komu­lagi um að Evr­ópski viðbragðasjóður­inn fyr­ir fjár­mála­stöðug­leika (e. Europe­an Fin­ancial Stabilisati­on Mech­an­ism, EFSM) yrði ekki nýtt­ur í fleiri björg­un­araðgerðir evru­ríkja eft­ir að hann var notaður við að aðstoða Írland og Portúgal. Þess í stað myndi ábyrgðin vera í hönd­um evru­ríkj­anna.

Upp­lýs­ing­ar um EFSM

Í frétt Fin­ancial Times kem­ur fram að Mart­in Selmayr, starfs­manna­stjóri Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, hafi hug á að fá að nota EFSm til þess fjár­magna brú­ar­lán. Sam­kvæmt FT eiga Frakk­ar að vera hrifn­ir af þeirri hug­mynd.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert