Gríska þingið samþykkti tillöguna

Alexis Tsipras í þingsalnum í kvöld.
Alexis Tsipras í þingsalnum í kvöld. AFP

At­kvæðagreiðslu um sam­komu­lag Grikk­lands við lán­ar­drottn­ana lauk rétt í þessu á bakvið ör­ugga veggi gríska þing­húss­ins sem skilja þing­menn­ina frá of­beld­is­full­um mót­mæl­end­um sem berj­ast við lög­regl­una fyr­ir utan. Alls greiddu 229 þing­menn at­kvæði með til­lög­unni en 64 gegn henni. Sex þing­menn sátu hjá.

Á gríska þing­inu eru 300 þing­menn og er rík­is­stjórn­in með 162 og þar með meiri­hluta. Hins veg­ar er stjórn­ar­flokk­ur­inn Syr­iza klof­inn í af­stöðu sinni, meðal ann­ars hef­ur aðstoðarfjármálaráðherra flokks­ins fyrr í dag sagt af sér embætt­inu þar sem hún sagðist ekki geta stutt sam­komu­lagið. 

Yan­is Varoufa­k­is, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra flokks­ins, sem var lát­inn taka pok­ann sinn dag­inn eft­ir að gríska þjóðin hafnaði fyrra sam­komu­lag­inu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í síðustu viku kaus gegn sam­komu­lag­inu. Alls kusu 32 þing­menn Syr­iza gegn til­lög­unni og þar með gegn flokks­for­yst­unni. Eru það mun fleiri en Al­ex­is Tsipras for­sæt­is­ráðherra og formaður Syr­iza gerði ráð fyr­ir.

Loka­töl­ur:

Fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna hafa boðað síma­fund í fyrra­málið klukk­an 8 þar sem niðurstaðan verður rædd.

Tsipras áfram for­sæt­is­ráðherra

Þrátt fyr­ir að til­lag­an hafi verið samþykkt er niðurstaðan sögð tals­vert áfall fyr­ir Tsipras sem þurfti að horfa á ansi marga þing­menn flokks­ins kjósa gegn for­yst­unni. Hann hef­ur þó áður gefið það út að þeir sem kjósi gegn til­lög­unni myndu áfram verða þing­menn Syr­iza, og hafa marg­ir þing­mann­anna sjálf­ir sagt að þeir vilji áfram starfa fyr­ir flokk­inn.

Nú rétt í þessu voru að ber­ast fregn­ir frá fjöl­miðlum í Grikklandi þar sem full­yrt er að Tsipras muni áfram gegna stöðu for­sæt­is­ráðherra lands­ins. Hann muni sækja stuðning til stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna þegar hann þarf á því að halda og miðað við hvernig at­kvæðin féllu í dag þá þarf hanns­vo sann­ar­lega á þeim að halda til að koma í gegn þeim laga­breyt­ing­um sem til­lög­urn­ar fela í sér. Er einnig gefið í skyn að hann muni gera breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni fljót­lega.

Tsipras sagði í viðtali í vik­unni að flokk­ur­inn þurfi á 121 þing­manni til þess að geta haldið áfram í rík­is­stjórn. Fjöldi þing­manna flokks­ins sem kaus með til­lög­unni í dag var 124 og er því ljóst að hans bíður mikið verk að byggja upp sam­stöðu inn­an flokks­ins.

Panagiot­is Lafaz­an­is, orku­málaráðherra, er einn þing­manna Syr­iza sem kaus gegn til­lög­unni. Hann full­yrðir í grísk­um fjöl­miðlum að hann muni áfram styðja rík­is­stjórn Tsipras. Marg­ir velta hins veg­ar vöng­um yfir því hvernig þing­menn Syr­iza sem kusu gegn til­lög­unni geti stutt rík­is­stjórn­ina sem mun á næstu dög­um og vik­um koma í gegn laga­breyt­ing­um í sam­ræmi við inni­hald til­lagn­anna. 

Fyr­ir önn­ur evru­ríki þýðir þessi niðurstaða að önn­ur þjóðþing þurfa nú að kjósa um hvort samþykkja eigi að veita Grikkj­um neyðarlánið sem fellst í til­lög­un­um upp á alls 86 millj­arða evra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert