„Þetta er viðbjóðslegt að horfa á“

Í myndbandinu má meðal annars sjá uppreisnarmennina róta í farangri …
Í myndbandinu má meðal annars sjá uppreisnarmennina róta í farangri fórnarlambanna. Skjáskot úr myndbandinu

Hóp­ur aðskilnaðarsinna í Úkraínu kom að flaki MH17, farþega­flug­vél­ar Malaysia Air­lines, fljót­lega eft­ir að hún var skot­in niður í loft­helgi Úkraínu og fór meðal ann­ars í gegn­um far­ang­ur lát­inna farþega. Þetta sést í mynd­bandi sem birt var á vef The Daily Tel­egraph í morg­un, einu ári eft­ir harm­leik­inn.

298 manns létu lífið þegar vél­in var skot­in niður, en svo virðist sem menn­irn­ir, sem eru tald­ir vera upp­reisn­ar­menn hliðholl­ir Rúss­um, hafi talið að vél­in væri úkraínsk herflug­vél. Einn þeirra, sem tal­ar blöndu af rúss­nesku og úkraínsku, heyr­ist spyrja hvar brakið úr Suk­hoi vél­inni sé en er þá svarað að vél­in sé í raun farþega­flug­vél.

Yf­ir­völd í Ástr­al­íu hafa lýst yfir and­styggð á því sem í mynd­band­inu sést, en þar eru meðal ann­ars lík farþega á víð og dreif. Þá þykir sér­kenni­legt að mynd­bandið komi út núna, akkúrat einu ári eft­ir að vél­in var skot­in niður. „Þetta er viðbjóðslegt að horfa á,“ sagði Ju­lie Bis­hop, ut­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu.

Vél­in var á leið frá Amster­dam í Hollandi til Kuala Lump­ur í Malas­íu. Flest­ir um borð voru hol­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar og hafa stjórn­völd þar í landi kallað eft­ir að alþjóðleg­ur dóm­stóll verði sett­ur á fót til að rétta yfir þeim sem ábyrg­ir eru. 

Hol­lensk­ir sér­fræðing­ar fara fyr­ir rann­sókn­ar­hóp sem rann­sak­ar voðaverkið, en talið er að vél­in hafi verið skot­in niður með flug­skeyti sem hafi verið skotið frá svæði sem var und­ir stjórn aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu.

Í skýrslu um flugið kem­ur fram að flug­fé­lagið hefði átt að fara eft­ir viðvör­un­um um að fljúga ekki yfir átaka­svæðið. Bú­ist er við að skýrsl­an verði birt í októ­ber nk. en þar mun meðal ann­ars koma fram hvaðan eld­flaug­inni var skotið, hverj­ir réðu yfir því svæði á þeim tíma og jafn­framt kom­ist að þeirri niður­stöðu að aðskilnaðarsinn­ar, sem börðust gegn stjórn­völd­um fyr­ir inn­limun Aust­ur-Úkraínu í Rússlandi, hafi grandað vél­inni.

Í myndbandinu sést þegar aðskilnaðarsinnar koma að braki vélarinnar.
Í mynd­band­inu sést þegar aðskilnaðarsinn­ar koma að braki vél­ar­inn­ar. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert