Útgáfurétturinn að Mein Kampf að renna út

Nú í ár eru 90 ár frá því að Adolf Hitler gaf út bókina Mein Kampf. Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi eiga í dag útgáfuréttinn að bókinni og hafa þau bannað allar útgáfur bókarinnar í Þýskalandi. Hins vegar rennur útgáfurétturinn út desember á þessu ári og hafa nokkrir þýskir bókaútgefendur lýst því yfir að þeir muni gefa hana út.

Á meðal þeirra sem ætla að gefa bókina út eru sagnfræðingar við Zeitgeschichte-stofnunina í Munchen í Þýskalandi. Sú útgáfa af bókinni verður heilar 2 þúsund blaðsíður en upprunalega útgáfa Hitlers var aðeins 800. Bætt hefur verið við undirpunktum, hugleiðingum og greiningum sagnfræðinganna á textanum. 

Margir Gyðingar í Þýskalandi er afar mótfallnir því að bókin verði nú gefin út að nýju í landinu. „Er hægt að viðurkenna texta djöfulsins? Efni bókarinnar er snautt af öllu mannlegu eðli,“ segir Levi Salmon, talsmaður samfélags Gyðinga í Berlín, í samtali við Washington Post.

Bókin er ekki bönnuð í öllum löndum heims. Meðal annars voru þrjú eintök af bókinni, undirrituð af Hitler sjálfum, seld á uppboði í Los Angeles á þessu ári. 

Árið 2009 fóru einnig að berast fregnir af því að bókin væri að ná vinsældum á meðal viðskiptafræðinema í Nýju Delí á Indlandi. Bókaútgefandinn Jaico Publishing House seldi frá 2003-2009 rúmlega 15 þúsund eintök af bókinni í borginni. Hófu þá fleiri bókaútgefendur að gefa út bókina og hafa vinsældir hennar á Indlandi haldist óbreyttar.

Adolf Hitler gaf út bókina Mein Kampf árið 1925, fyrir …
Adolf Hitler gaf út bókina Mein Kampf árið 1925, fyrir 90 árum síðan. mynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka