99,97% kosningaþátttaka í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Í dag fóru fram kosningar til sveitastjórnar í Norður-Kóreu og var kosningaþátttakan nánast 100%. Kosningunum er stjórnað af ríkinu, en það leggur til nýja fulltrúa sem allir tengjast ráðandi öflum í landinu. Fyrir fjórum árum voru 28.116 fulltrúar kosnir, en samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu var ekki eitt einasta atkvæði þá

Kosningaþátttaka í sveitastjórnarkosningum í Norður-Kóreu í dag var 99,97% og segja yfirvöld að allir hafi kosið nema þeir sem voru erlendis.

Kjörnir fulltrúar í landinu hittast einu sinni eða tvisvar á ári til að ræða og samþykkja fjárlög og styðja aðra fulltrúa sem stjórnvöld leggja til að verði kosnir.

Ríkisreknu fréttastofan KCNA dreifir reglulega myndum þar sem reynt er …
Ríkisreknu fréttastofan KCNA dreifir reglulega myndum þar sem reynt er að fegra ímynd landsins og er þetta dæmi um slíka mynd. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert