99,97% kosningaþátttaka í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Í dag fóru fram kosn­ing­ar til sveita­stjórn­ar í Norður-Kór­eu og var kosn­ingaþátt­tak­an nán­ast 100%. Kosn­ing­un­um er stjórnað af rík­inu, en það legg­ur til nýja full­trúa sem all­ir tengj­ast ráðandi öfl­um í land­inu. Fyr­ir fjór­um árum voru 28.116 full­trú­ar kosn­ir, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­völd­um í Norður-Kór­eu var ekki eitt ein­asta at­kvæði þá

Kosn­ingaþátt­taka í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um í Norður-Kór­eu í dag var 99,97% og segja yf­ir­völd að all­ir hafi kosið nema þeir sem voru er­lend­is.

Kjörn­ir full­trú­ar í land­inu hitt­ast einu sinni eða tvisvar á ári til að ræða og samþykkja fjár­lög og styðja aðra full­trúa sem stjórn­völd leggja til að verði kosn­ir.

Ríkisreknu fréttastofan KCNA dreifir reglulega myndum þar sem reynt er …
Rík­is­reknu frétta­stof­an KCNA dreif­ir reglu­lega mynd­um þar sem reynt er að fegra ímynd lands­ins og er þetta dæmi um slíka mynd. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert