Vill sameiginlega ríkisstjórn evruríkjanna

Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. AFP

Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti tel­ur að þau ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem noti evr­una sem gjald­miðil ættu að koma á lagg­irn­ar sam­eig­in­legri rík­is­stjórn sem og rík­is­sjóði sem lyti lýðræðis­legu eft­ir­liti af hálfu Evr­ópuþings­ins.

Þetta kem­ur fram í grein sem Hollande ritaði í franska dag­blaðið Le Journal du Di­manche um helg­ina í til­efni af 90 ára af­mæli Jacqu­es Del­ors, fyrr­ver­andi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Rifjaði for­set­inn upp að Del­ors hefði á sín­um tíma talað fyr­ir slík­um hug­mynd­um og hann vildi beita sér fyr­ir því að þær yrðu að veru­leika.

Kallaði Hollande eft­ir meiri samruna þeirra ríkja sem mynduðu evru­svæðið til þess að tak­ast á við aðsteðjandi vanda­mál. Lausn­in væri ekki minni samruni. Sagði hann Frakk­land reiðubúið að vera í for­ystu­hlut­verki í því að koma á slík­um breyt­ing­um á fyr­ir­komu­lagi evru­svæðis­ins.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að Hollande virðist ekki hafa haft sam­ráð um þess­ar hug­mynd­ir við for­ystu­menn annarra evru­ríkja. Fyrstu viðbrögð inn­an­lands hafi verið nei­kvæð. Bent hafi verið á að önn­ur evru­ríki væru varla til­bú­in í slík­an leiðang­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert