Bjargaði konunni í stað þess að taka mynd

Bíllinn varð eldinum að bráð eftir að náðst hafði að …
Bíllinn varð eldinum að bráð eftir að náðst hafði að bjarga konunni. Ljósmynd/Fox12 Oregon

Á meðan viðstadd­ir horfðu á konu sem var föst í brenn­andi bíl og tóku af henni mynd­band, kom 19 ára dreng­ur henni til aðstoðar í borg­inni Bea­vert­on í Or­egon­ríki í gær. Mynd­skeið af brun­an­um má sjá hér að neðan.

„Ég var ekki al­veg að hugsa, ég sá hana bara og vissi að ég þyrfti að ná henni út áður en ástandið myndi versna,“ seg­ir hinn 19 ára gamli Phillipe Bitt­ar í tali við Fox12 frétta­stöðina í Or­egon. Bitt­ar var á heim­leið ásamt bróður sín­um þegar þeir tóku eft­ir reyk­mekk­in­um og eld­in­um sem um­lukti bíl­inn.

En að sögn Bitt­ar var það ekki eld­ur­inn sem kom hon­um á óvart, held­ur sá fjöldi fólks sem hann seg­ir hafa staðið til hliðar og tekið mynd­band af kon­unni sem föst var í bíln­um. „Það voru í kring­um sex manns þarna sem stóðu og tóku þetta upp á sím­ana sína, á sama tíma og þeir sögðu ít­rekað að hún þyrfti ein­hverja hjálp,“ seg­ir Bitt­ar.

Þá tók hann mál­in í eig­in hend­ur. „Ég sagði við hana að ég ætlaði að draga hana út og að hún þyrfti að fara frá glugg­an­um því ég þyrfti að brjóta hann til að kom­ast að henni,“ seg­ir Bitt­ar og bæt­ir við: „Ég gerði bara það sem all­ir ættu að gera.“

Bitt­ar hlaut skurði á hönd­un­um eft­ir að hafa brotið rúðuna í bíln­um. Þá varð kon­an fyr­ir reyk­eitrun en er ekki í lífs­hættu eft­ir brun­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert