Enginn Jesú, enginn Múhameð

Foreldrarnir vilja að bækurnar verði teknar af námskrá. Myndin tengist …
Foreldrarnir vilja að bækurnar verði teknar af námskrá. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Hópur foreldra í Flórída hafa farið þess á leit að tvær barnabækur sem gerast í Afganistan og Írak verði teknar af námskrá, en þess hefur verið krafist víðar í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur bókanna, Nasreen's Secret School og The Librarian of Basra, segja bækurnar óviðeigandi, þar sem þær fjalla um önnur trúarbrögð en kristna trú og séu of ofbeldisfullar fyrir ung börn.

Hvorug bókin fjallar hins vegar um trúarbrögð og menntahópar segja bækurnar viðeigandi fyrir þann aldurshóp sem les þær. Christine Jenkins, prófessor við University of Illinois, sem leggur stund á fræðastörf á sviði barnabókmennta og ritskoðunar, segir það koma sér á óvart að foreldrar vilji banna bækurnar.

„Þeir vita vel að þeir geta ekki verndað börnin sín fyrir hvers kyns lýsingu á ofbeldi,“ segir hún, en í bókunum er m.a. tekið á afleiðingum stríðs.

Báðar bækur byggja á sönnum atburðum og eru skrifaðar og myndskreyttar af Jeanette Winter. Í umfjöllun um bækurnar á Facebook er þeirri spurningu m.a. varpað fram hvers vegna skólar sjái sér fært að fjalla um Kóraninn og Múhameð á sama tíma og ekki megi hvetja börn til að biðja til Guðs og Jesú.

Foreldrar barna í New York reyndu að fá bækurnar bannaðar árið 2013, án árangurs.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert