Francois Hollande, forseti Frakklands, vill að þau ríki Evrópusambandsins sem nota evruna sem gjaldmiðil komi á laggirnar sameiginlegri ríkisstjórn sem og ríkissjóði sem lyti lýðræðislegu eftirliti af hálfu Evrópuþingsins. Hann lagði jafnframt til að sérstakur sjóður yrði stofnaður til að takast á við kreppur í framtíðinni líkt og þá sem Grikkland er að kljást við.
Bankar í Grikklandi verða opnaðir í dag eftir að hafa verið lokaðir í þrjár vikur og tekið hafa gildi nýjar reglur sem eiga að draga úr röðum í hraðbanka. Búist er við miklum verðhækkunum í landinu í kjölfar skattahækkana sem taka gildi í dag.