„Ég grilla þig!“

Lögreglumaðurinn hótar Söndru með rafbyssunni.
Lögreglumaðurinn hótar Söndru með rafbyssunni. Skjáskot úr myndbandinu.

Lögreglan í Texas hefur birt upptöku af handtöku Söndru Bland, konu sem virðist hafa hengt sig í fangaklefa eftir að hún var handtekin fyrir að sparka í lögreglumann þegar hann hafði afskipti af henni fyrir að gefa ekki stefnuljós.

Frétt mbl.is: Spurningar vakna eftir sjálfsvíg konu

Bæði yfirvöld í Texas og alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsaka andlátið, sem er rannsakað sem morðmál eins og öll dauðsföll í klefa lögreglu.

Í myndbandinu sést lögreglumaðurinn skipa henni að drepa í sígarettu, sem hún neitar að gera. Þá hótar hann henni með rafbyssu sinni með orðunum: „I will light you up!“ sem þýða má sem „ég mun grilla þig!“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/KBmFCaijWYU" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Við það krefst hann þess að hún stígi út úr bílnum, og hann fylgir henni út úr rammanum, þannig að myndavélin í mælaborði lögreglubílsins sér þau ekki. Á hljóðupptöku heyrist hins vegar að til átaka kemur milli þeirra. 

Í frétt á vef BBC eru sjónarmið fagfólks á sviði kvikmyndagerðar dregin fram, meðal annars Óskarsverðlaunaleikstjórans Ava Duvernay, sem segir augljóst að myndbandið hafi verið klippt áður en það var birt. Myndbandið sem yfirvöld í Texas sendu frá sér er neðst í þessari frétt.

<blockquote class="twitter-tweet">

I edit footage for a living. But anyone can see that this official video has been cut. Read/watch. Why? <a href="https://twitter.com/hashtag/SandraBland?src=hash">#SandraBland</a> <a href="http://t.co/2JXy9Zc4Y3">http://t.co/2JXy9Zc4Y3</a>

— Ava DuVernay (@AVAETC) <a href="https://twitter.com/AVAETC/status/623683526001438720">July 22, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Ben Norton vekur athygli á því að í myndbandinu hverfi fólk og stígi oftar en einu sinni út úr bíl sínum, til dæmis á mínútum 25:00 til 25:30 í myndbandinu, sem er neðst í þessari frétt.

<blockquote class="twitter-tweet">

25:01-25:32 in the police footage released of the arrest of Sandra Bland. The same man leaves his truck 3 times: <a href="https://t.co/Oa1CFihGVf">https://t.co/Oa1CFihGVf</a>

— Ben Norton (@BenjaminNorton) <a href="https://twitter.com/BenjaminNorton/status/623721929984352256">July 22, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

  

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/yf8GR3OO9mU" width="480"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert