Lögreglan í Texas hefur birt upptöku af handtöku Söndru Bland, konu sem virðist hafa hengt sig í fangaklefa eftir að hún var handtekin fyrir að sparka í lögreglumann þegar hann hafði afskipti af henni fyrir að gefa ekki stefnuljós.
Frétt mbl.is: Spurningar vakna eftir sjálfsvíg konu
Bæði yfirvöld í Texas og alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsaka andlátið, sem er rannsakað sem morðmál eins og öll dauðsföll í klefa lögreglu.
Í myndbandinu sést lögreglumaðurinn skipa henni að drepa í sígarettu, sem hún neitar að gera. Þá hótar hann henni með rafbyssu sinni með orðunum: „I will light you up!“ sem þýða má sem „ég mun grilla þig!“
Við það krefst hann þess að hún stígi út úr bílnum, og hann fylgir henni út úr rammanum, þannig að myndavélin í mælaborði lögreglubílsins sér þau ekki. Á hljóðupptöku heyrist hins vegar að til átaka kemur milli þeirra.
Í frétt á vef BBC eru sjónarmið fagfólks á sviði kvikmyndagerðar dregin fram, meðal annars Óskarsverðlaunaleikstjórans Ava Duvernay, sem segir augljóst að myndbandið hafi verið klippt áður en það var birt. Myndbandið sem yfirvöld í Texas sendu frá sér er neðst í þessari frétt.
I edit footage for a living. But anyone can see that this official video has been cut. Read/watch. Why? <a href="https://twitter.com/hashtag/SandraBland?src=hash">#SandraBland</a> <a href="http://t.co/2JXy9Zc4Y3">http://t.co/2JXy9Zc4Y3</a>
Ben Norton vekur athygli á því að í myndbandinu hverfi fólk og stígi oftar en einu sinni út úr bíl sínum, til dæmis á mínútum 25:00 til 25:30 í myndbandinu, sem er neðst í þessari frétt.
25:01-25:32 in the police footage released of the arrest of Sandra Bland. The same man leaves his truck 3 times: <a href="https://t.co/Oa1CFihGVf">https://t.co/Oa1CFihGVf</a>