Ný pláneta hefur fundist og þykir hún afar lík Jörðinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur greint frá þessu. Á vef Independent er greint frá því að þessi „plánetufundur“ sé stórmerkilegur.
Enn sem komið er hefur nýja platan ekki hlotið þjált nafn og er kölluð Kepler 452B. „Í dag eru stjörnufræðingar við það að finna eitthvað sem fólk hefur lengi dreymt um; aðra Jörð.“ Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 og hefur síðan þá fundið yfir þúsund reikistjörnur í geimnum.
Sólin á Kepler 452B er sögð svipuð og sólinni hér og möguleiki er að finna svipaðar plöntur. „Þetta er svipað og heima,“ segja yfirmenn NASA. Aldrei hefur pláneta líkari Jörðinni fundist.
„Nýja Jörðin“ fylgir sól sem er álíka björt og sól Jarðar og vekja slíkar plánetur athygli stjörnufræðinga vegna þess að möguleiki er að finna líf á þeim.
„Þetta er eins nálægt því og við komumst að finna aðra Jörð,“ segir John Grunsfeld, yfirmaður vísindasviðs NASA á blaðamannafundi. „Þetta er Jörð 2.0.“ Stærð Kepler 452B. er svipuð og stærð Jarðar og sólkerfin afar svipuð.