Klippti efri hluta rútunnar af

Mynd af rútunni eftir slysið.
Mynd af rútunni eftir slysið. Skjáskot/Dailymail

Sex farþegar í rútu á leið frá Bil­bao á Spáni til Amster­dam í Hollandi slösuðust al­var­lega í slysi í morg­un. Bíl­stjóri rút­unn­ar, sem er í eigu spænsks fyr­ir­tæk­is, reyndi að aka rút­unni und­ir lága brú, með þeim af­leiðing­um að þak henn­ar skarst af.

At­vikið átti sér stað í norður­hluta Frakk­lands, rétt fyr­ir utan borg­ina Lille, og seg­ir Frederic Fevre, sak­sókn­ari í Lille, að sex manns væru al­var­lega slösuð eft­ir slysið, en um borð í rút­unni voru 58 farþegar.

Brú­in sem rútu­bíl­stjór­inn reyndi að aka und­ir er tak­mörkuð við far­ar­tæki sem eru und­ir 2,6 metra há. 28 farþegar rút­unn­ar til viðbót­ar særðust, en flest­ir farþeg­anna voru spænsk­ir nem­ar á aldr­in­um 18 til 29 ára.

Car­lota, spænsk stúlka sem var um borð þegar slysið varð, seg­ir flesta farþeg­anna hafa verið sof­andi og að fæst­ir hefðu áttað sig á því hvað hafi skeð. „Skyndi­lega var þakið ekki leng­ur á,“ sagði hún.

Í frétt AFP seg­ir að sam­kvæmt tveim­ur vitn­um að slys­inu fóru farþegar í aft­ur­hluta rút­unn­ar verst úr slys­inu. Fevre seg­ir að rútu­bíl­stjór­inn, 59 ára að aldri, eigi góðan fer­il að baki sem rútu­bíl­stjóri, en rútu­bíl­stjór­inn full­yrti við yf­ir­völd að hann hafi fylgt GPS leiðbein­ing­um þegar slysið varð..

Bíl­stjór­inn var yf­ir­heyrður í dag og mæld­ist hvorki áfengi né önn­ur vímu­efni í blóði hans að sögn yf­ir­valda.

Slökkvilið vann að því að koma rútunni undan brúnni.
Slökkvilið vann að því að koma rút­unni und­an brúnni. Skjá­skot/​Dailymail
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: GPS
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert