Trump trónir á toppnum

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Don­ald Trump, auðjöf­ur og for­setafram­bjóðandi, mæl­ist með 18% fylgi meðal re­públi­kana í nýrri könn­un CNN. Könn­un­in er sú fyrsta sem er gerð eft­ir að Trump sagði öld­ung­ar­deild­arþing­mann­inn John McCain „enga stríðshetju“. Um síma­könn­un meðal kosn­inga­bærra re­públi­kana var að ræða. Trump er með mesta fylgi allra for­seta­efna re­públi­kana. Sá sem næst­ur á eft­ir hon­um kem­ur er Jeb Bush, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Flórída, með 15% fylgi meðal flokks­manna sinna. 

Í þriðja sæti er rík­is­stjóri Wiscons­in, Scott Wal­ker, með 10% fylgi.

Fylgi Trumps hef­ur því auk­ist um 6% frá síðustu könn­un CNN sem gerð var síðla í júní. 

Í frétt CNN um niður­stöðu könn­un­ar­inn­ar seg­ir að fylgið sé þó ekki sterkt því meiri­hluti kjós­enda sem rætt var við, um 51%, seg­ist enn óákveðinn. Bush er hins veg­ar lík­leg­ast­ur til að fá at­kvæði þeirra óákveðnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert