Varar við Disney-væðingu dýra

Grindhvalir í höfninni í Rifi.
Grindhvalir í höfninni í Rifi. mbl.is/Alfons Finnsson

Marg­ir hafa gagn­rýnt Fær­ey­inga harðlega fyr­ir grind­ar­drápsvertíðina þegar grind­hval­ir eru lokkaðir upp í fjör­una og þeir drepn­ir. Sjálf­boðaliðar sam­tak­anna Sea Shepherd voru hand­tekn­ir á staðnum en þeir reyndu að koma í veg fyr­ir dráp­in.

Berl­ingske Tidende hef­ur rætt við for­stöðumann dýrag­arðsins í Kaup­manna­höfn sem sjálf­ur hlaut mikla gagn­rýni fyr­ir ákvörðun dýrag­arðsins um að af­lífa gír­aff­an Maríus fyr­ir nokkr­um árum. Gagn­rýn­in gekk svo langt að hon­um var hótað líf­láti á hverj­um degi í nokkr­ar vik­ur. 

Sjá frétt mbl.is: Magnað mynd­skeið af grind­ar­drápi í Fær­eyj­um

„Fólk hef­ur mikla þörf fyr­ir að vernda dýr sem geta ekki varið sig sjálf. Hins veg­ar verðum við að sjá mál­in í sam­hengi. Fólk hugs­ar ekki al­veg skýrt,“ seg­ir Bengt Holst og nefn­ir dæmi. 

„Áður en fólk fer að gagn­rýna þá sem drepa dýr ætti fólk að muna eft­ir síðustu máltíðinni sem það borðaði. Mörg okk­ar borða kjöt á hverj­um ein­asta degi en við vilj­um ekki vita af því hvernig þau eru tek­in af lífi og þeim komið á disk­inn okk­ar. Það ferli er al­veg óþekkt fyr­ir okk­ur. Mann­fólkið drep­ur líka mörg dýr til þess að halda jafn­vægi í nátt­úr­unni,“ seg­ir Bengt.

Hann seg­ir dýrag­arðinn í Kaup­manna­höfn hafa tekið upp þá stefnu fyr­ir nokkr­um árum að hætta að gefa dýr­um manna­nöfn. Í dag eru það aðeins lang­líf dýr sem fá nöfn, til dæm­is fíl­ar. „Þannig er hægt að gera dýr­in nafn­laus­ari. Þessi Disney-væðing dýra þar sem við ímynd­um okk­ur að þau geti talað og að þau sitji og velti fyr­ir sér heim­speki­leg­um kenn­ing­um, það er ekki veru­leik­inn. Sú skrýtna sýn get­ur líka haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir dýr­in sjálf.“

 „Það get­ur leitt til þess að við vilj­um helst að dýr með stór og sæt augu fái að lifa en að dýr sem eru slím­ug, grimm og ógeðfelld eigi að deyja. Þau dýr fá ekki sömu at­hygli,“ seg­ir Bengt.

Sea Shepherd mótmæla hvalveiðum um heim allan.
Sea Shepherd mót­mæla hval­veiðum um heim all­an. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert