Rússar gantast með kafbátsfundinn

Margir töldu þessa mynd frá því í október sýna rússneskan …
Margir töldu þessa mynd frá því í október sýna rússneskan kafbát í sænskri lögsögu. AFP

Rúss­neski rík­is­fjöl­miðill­inn Sputnik ger­ir í dag kald­hæðnis­legt grín að sænsk­um fjöl­miðlum sem voru fljót­ir að gruna kaf­báts­flakið sem fannst í sænskri lög­sögu í gær um að vera flakið af rúss­nesk­um kaf­báti.

Í ljós kom hins veg­ar að um nær 100 ára gaml­an kaf­bát væri að ræða. Sænsk­ir fjöl­miðlar ræddu við sér­fræðing í ör­ygg­is­mál­um og var hann spurður út í hvort að greina mætti rúss­nesk tákn á kaf­báts­flak­inu. Sagði hann svo ekki vera.

Sjá frétt mbl.is: Kaf­báts­flak í sænskri lög­sögu

„Um er að ræða stór­kost­lega frétt þótt hún hafi ekki feng­ist staðfest og heim­ild­ir skorti,“ er skrifað í frétt Sputnik.

„Þessi ótrú­lega frétt minn­ir á dauðal­eit­ina sem gerð var í sænskri lög­sögu í fyrra að dul­ar­full­um rúss­nesk­um kaf­báti sem aldrei fannst. Ef fólk vill lesa góðar spennu­sög­ur þá hvetj­um við fólk frek­ar til þess að lesa bók­ina Maður­inn sem skreið út um glugg­ann og hvarf. Í þeirri bók kem­ur fyr­ir rúss­nesk­ur kaf­bát­ur og dans­andi Jós­ef Stalín,“ er skrifað á sænsku­mæl­andi vef Sputnik í mik­illi kald­hæðni. 

Fjöl­miðill­in Sputnik er rík­is­fjöl­miðill sem Vla­dimír Pútín lét stofna fyr­ir skömmu. Frétt­ir miðils­ins eru birt­ar í 34 lönd­um á 30 tungu­mál­um. Sænsku­mæl­andi vef­ur hans var stofnaður í apríl 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert