„Þú ert ógeðsleg, þú ert ógeðsleg!“

Trump leiðir baráttuna um tilnefningu Repúblíkana.
Trump leiðir baráttuna um tilnefningu Repúblíkana. AFP

 Hvernig myndi Don­ald Trump ganga að tak­ast á við álagið sem fylg­ir mik­il­væg­um alþjóðleg­um samn­ingaviðræðum sem for­seti Banda­ríkj­anna ef hann tap­ar sér yfir smá brjóstamjólk?

Þessu velt­ir CNN upp í nýj­ustu frétt sinni af furðufugl­in­um Don­ald Trump sem sæk­ist eft­ir því að verða for­setafram­bjóðandi Re­públík­ana. Til­efnið er saga lög­manns­ins El­iza­beth Beck sem hugðist gera hlé á skýrslu­töku yfir Trump árið 2011 til að nota brjóstapumpu.

„Hann stóð upp, and­litið á hon­um varð rautt, hann skók fing­ur­inn í átt að mér og hann öskraði, „Þú ert ógeðsleg, þú ert ógeðsleg,“ og hljóp svo á dyr,“ seg­ir Beck um at­vikið.

At­vik­inu var lýst í bréfi sem Jared Beck, eig­inmaður og sam­starfsmaður El­iza­beth sendi lög­mönn­um Trump en New York Times birti bréfið í gær.

Vara­for­seti og lögmaður Trump sam­steyp­unn­ar, Alan Garten, sagði CNN að Trump hefði kallað Beck „ógeðslega“ af því að hún hugðist nota pump­una í miðju her­berg­inu fyr­ir fram­an alla.

„Hún var ógeðsleg,“ sagði Garten. „Hún var að reyna að gefa brjóst – að pumpa í miðri skýrslu­töku, í skýrslu­töku­her­bergi með fimm lög­mönn­um og af­sakaði sig ekki.“

Garten sagði Beck hafa byrjað að setja pump­una sam­an í her­berg­inu og að hún hafi verið að færa pump­una að brjóst­inu á sér þegar at­vikið varð. Garten held­ur því fram að Trump og lög­menn hans hafi yf­ir­gefið her­bergið til að gefa Beck næði og seg­ir hann hegðun henn­ar ófag­mann­lega. Sagði hann Beck hafa gripið til pump­unn­ar af því að hún hafði ekki fleiri spurn­ing­ar og vissi ekki hvað hún ætti til bragðs að taka.

„Þetta snýst ekki um brjósta­gjöf...það ger­ir það bara ekki.“

Beck seg­ir það hins­veg­ar hafa verið Trump sem hagaði sér ósæmi­lega og að hegðun hans hafi sýnt skort á sjálfs­stjórn. „Hvers­kon­ar leiðtogi Banda­ríkj­anna myndi hann vera? Mun hann hegða sér svona þegar hann ger­ir milli­ríkja­samn­inga við Kína eða Rúss­land?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert