Calais og Hitler í sömu setningu

Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP

Fleiri þúsund flóttamenn hafa í vikunni reynt að komast yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands í vikunni. Þetta hefur kostað níu flóttamenn lífið. Bresku æsifréttablöðin fjalla um flóttafólkið í Calais og ná að sameina tvö helstu umfjöllunarefni sín; Frakka og ólöglega innflytjendur.

Margir leggja til að breska ríkisstjórnin sendi herinn til Frakklands til þess að stöðva för flótta- og förufólks frá Calais til Bretlands um Ermarsundsgöngin. 

„Sendið herinn á vettvang

Meðal annars er lagt til að nepalskir Gurkha hermenn, sem eru staðsettir í Kent í Suður-Englandi, verði sendir yfir Ermarsundið til þess að takast á við vandann.

„Sendið herinn á vettvang,“ segir á forsíðu Daily Mail í dag. Blaðið fjallar um flóttamennina í Calais á fimm blaðsíðum í dag. Þar kemur meðal annars fram í einni fyrirsögn: „Við héldum Hitler í burtu. Hvers vegna geta ekki okkar máttförnu leiðtogar stoppað nokkur þúsund örmagna flóttamenn?“

Eins eru Frakkar sakaðir um að bera ábyrgð og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvattur til dáða: „Fyrirgefðu forsætisráðherra en við ættum að benda fingrinum beint að Frökkum. Ábyrgðin á þessari örvaxandi og grafalvarlega vandamáli liggur hjá þeim.“

Mest selda blað Bretlands, The Sun, hvetur til þess í leiðara að breskir og franskir hermenn verði sendir til Calais. Telur leiðarahöfundur að Frakkar standi sig ekki sem skyldi og að þeir vilji miklu frekar senda vandamálið yfir til Breta. „Stjórnleysið í Calais er sorgarblettur á andliti Evrópu.“

En ekki eru öll bresku blöðin á sama máli varðandi flóttamennina sem eru að reyna að komast til Bretlands. Leiðarahöfundur Independent segir að eiga færa leiðin til þess að leysa flóttamannavandann sé að byggja upp ríki sem hafa splundrast vegna átaka.

Hvar er mannúðin?

David Aaronovitch, dálkahöfundur The Times, segir að Bretar eigi að taka við hverjum og einum flóttamanni sem bíður milli vonar og ótta í Calais, um þrjú þúsund  manns, og að það tæki varla nokkur eftir því. Á forsíðu The Times er hvatt til þess að herinn verði sendur á vettvang.

Emma Barnett skrifar í Daily Telegraph að það sé nóg komið af þröngsýninni og hætta tali um öryggisgirðingar og tafir á ferðalögum Breta þegar kemur að mannúð. Hún segir að það sé nóg komið af kvörtunum af breskum ferðalöngum sem kvarta sáran yfir því hvað umferðin silast hægt áfram vegna ástandsins í Calais. Á sama tíma og þeir ausi úr skálum reiði sinnar vegna þessa á Twitter þá hafi þeir greinilega ekki þurft að bíða það lengi að rafhlaðan hafi einu sinni tæmst í síma þeirra.

Að sögn Barnett hefur fréttaflutningur af ástandinu í Calais einkum verið um samgöngur og viðskipti. „En í raun og veru þá er þetta tifandi mannúðarsprengja. Á þriðjudag lést einn maður við að reyna að komast í gegnum Ermarsundsgöngin. Við vitum ekki nafn hans. Hann er sá níundi í sumar,“ skrifar Barnett.

Á sama tíma er forsætisráðherra Bretlands harðlega gagnrýndur fyrir orðaval en hann segir að ástandið í Calais komið til vegna sægur af fólki (swarm of people- orðið swarm er oft notað um sveimur af fuglum eða flugum) sem reynir að komast til Bretlands. Hann varar flótta- og förufólkið við því að Bretland sé enginn sælureitur fyrir ólöglega innflytjendur sem reyni að komast þangað í gegnum Ermarsundsgöngin. 

Peter Sutherland, sem fer með málefni fólks sem er á flótta vegna efnahagslegra ástæðna(migrants), hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ummæli forsætisráðherrans útlendingahatur. 

„Við erum hér að ræða um hóp fólks - í rauninni lítinn hóp í samhengi við það sem aðrar þjóðir eru að gera - sem býr við skelfilegar aðstæður og við þetta þurfa Frakkar og/eða Bretar að takast á við.“ Sutherland bætir við að flestir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið sé fólk á flótta undan ofbeldi og ofsóknum.

Að sögn Sutherlands tóku Þjóðverjar á móti 175 þúsund hælisleitendum, Bretar tóku á móti 24 þúsund. „Við erum núna að tala um 5-10 þúsund manns í Calais sem búa við skelfilegar aðstæður. Það fyrsta sem þarf að gera er að takast á við þessar aðstæður sem þeir búa við. Frekar en að tala um að senda Gurhkas eða byggja varnargirðingar þá ættum við að ræða vandann útfrá mannúðarástæðum.“

Telegraph er með beina lýsingu frá stöðu mála í Calais

Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais …
Fleiri þúsund flóttamenn reyna að komast yfir Ermarsundsgöngin frá Calais í Frakklandi yfir til Bretlands. AFP
Langar biðraðir hafa myndast við Ermarsundsgöngin
Langar biðraðir hafa myndast við Ermarsundsgöngin AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert